Gera sér vonir um að velta Erdogan úr sessi Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 08:08 Stuðningsmenn Receps Erdogan forseta veifa fánum fyrir framan mynd af honum í Istanbúl. Kosið verður til þings og forseta á sunnudag. AP/Emrah Gurel Tyrkneska stjórnarandstaðan vonast til þess að tuttugu ára valdatíð Receps Erdogan forseta ljúki eftir forseta- og þingkosningar sem fara fram á sunnudag. Erdogan er ekki talinn hafa staðið eins veikt og nú áður, að stórum hluta vegna óstjórnar í efnahagsmálum. Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið. Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Kemal Kilicdaroglu, frambjóðanda kosningabandalags sex stjórnarandstöðuflokka, sé með naumt forskot á Erdogan. Stuðningsmenn hans gera sér vonir um að hann gæti jafnvel náð yfir fimmtíu prósent atkvæða sem þarf til að komast hjá annarri umferð forsetakosninga. Erdogan hefur verið forsætisráðherra og síðar forseti Tyrklands frá 2003 og hefur á þeim tíma sankað að sér völdum. Hann hefur farið létt í gegnum fimm kosningar til þessa og sækist nú eftir þriðja kjörtímabilinu í röð sem forseti. Vinsældir forsetans hafa farið dvínandi undanfarin misseri í skugga efnahagsólgu, óðaverðbólgu og óstjórnar. Jarðskjálftinn mannskæði sem varð meira en 50.000 manns að bana í suðurhluta landsins í fyrra sýndi einnig að stjórn Erdogans hefði brugðist í að undirbúa landið fyrir slíkar hamfarir. Flokkur Erdogans, Réttlætis- og þróunarflokkurinn er í kosningabandalagi með tveimur þjóðernisflokkum, litlum flokki af vinstri vængnum og flokki íslamista. Kemal Kilicdaroglu og Þjóðarbandalag hans vill vinda ofan af gerræðistilburðum Erdogans forseta.AP/Francisco Seco Vilja taka aftur upp þingræði Mótherji Erdogans, Kilicdaroglu, er 74 ára gamall leiðtogi Lýðveldissinnaða þjóðarflokksins, miðvinstrisinnaðs og veraldlegs flokks sem hefur verið sá stærsti í stjórnarandstöðu undanfarin ár. Hann er sagður hafa náð að sameina sundurleita stjórnarandstöðuna fyrir kosningarnar nú. Í svonefndu Þjóðarbandalagi hans eru miðhægriflokkur, þjóðernisflokkur, flokkur íslamsta og tveir klofningsflokkar úr stjórnarflokki Erdogans. Helsta stefnumál bandalagsins er að binda enda á valdatíð Erdogans og leggja af forsetaræðið sem hann kom á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2017. Þess í stað vill bandalagið endurvekja þingræði. Auk þess boðar það aukið frelsi og réttindi borgaranna og hefðbundnari efnahagsstefnu en þá sem Erdogan hefur rekið.
Tyrkland Tengdar fréttir Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. 9. maí 2023 13:31