Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2023 13:06 Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins. Um 50 starfsmenn víða um land vinna hjá miðstöðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum. Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fagnaði 10 ára afmæli í vikunni og af því tilefni var haldið upp á tímamótin hjá Búnaðarsambandi Suðurlands með afmælisköku og spjalli við bændur og búalið um stöðu landbúnaðarins. Ráðgjafarmiðstöðin er einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands og með starfsstöðvar út um allt land með um 50 starfsmenn. Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri segir að riðumálin sem komu upp í Vestur Húnavatnssýslu nýlega hafi reynt mjög á starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvarinnar. „Þetta er búið að vera mjög erfitt mál eins og fyrir alla og sérstaklega þá, sem í hlut eiga, bændurna sjálfa, en já, þetta hefur reynst mjög erfitt mál. Vonandi sér til næstu tíu fimmtán ára með því að stefna í aðra átt en hingað til. Vonandi verður það heillavænlegt og til þess að útrýma riðunni á endanum,” segir Karvel. Og nú er mikið að lömbum að fæðast sem ættu að vera riðufrí eða hvað? „Já, það er töluvert af lömbum að fæðast núna og það verða tekin sýni. Það eru nú þegar farin út einhver rúmlega sjö þúsund sýnatökuglös, þannig að ég vænti þess að það verði tekið töluvert af sínum, bæði í vor og haust.” Íslensk erfðagreining hefur gengið til liðs við Ráðgjafamiðstöðina og ætlar að sjá um að greina sýni og tryggja það að öll þau sýni, sem þarf að greina komist í hús. “Getan þar og þekkingin er alveg gríðarleg og í rauninni þó að það ætti ekki að koma manni á óvart þá er hún á öðru kaliberi heldur en til dæmis sá greinilegaraðili erlendis, sem er að gera þetta nú þegar fyrir okkur,” segir Karvel. Karvel fær sér kökusneið í tilefni af 10 ára afmæli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins en afmæliskaffið var haldið í vikunni hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða RML Árborg Riða í Miðfirði Landbúnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins fagnaði 10 ára afmæli í vikunni og af því tilefni var haldið upp á tímamótin hjá Búnaðarsambandi Suðurlands með afmælisköku og spjalli við bændur og búalið um stöðu landbúnaðarins. Ráðgjafarmiðstöðin er einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands og með starfsstöðvar út um allt land með um 50 starfsmenn. Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri segir að riðumálin sem komu upp í Vestur Húnavatnssýslu nýlega hafi reynt mjög á starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvarinnar. „Þetta er búið að vera mjög erfitt mál eins og fyrir alla og sérstaklega þá, sem í hlut eiga, bændurna sjálfa, en já, þetta hefur reynst mjög erfitt mál. Vonandi sér til næstu tíu fimmtán ára með því að stefna í aðra átt en hingað til. Vonandi verður það heillavænlegt og til þess að útrýma riðunni á endanum,” segir Karvel. Og nú er mikið að lömbum að fæðast sem ættu að vera riðufrí eða hvað? „Já, það er töluvert af lömbum að fæðast núna og það verða tekin sýni. Það eru nú þegar farin út einhver rúmlega sjö þúsund sýnatökuglös, þannig að ég vænti þess að það verði tekið töluvert af sínum, bæði í vor og haust.” Íslensk erfðagreining hefur gengið til liðs við Ráðgjafamiðstöðina og ætlar að sjá um að greina sýni og tryggja það að öll þau sýni, sem þarf að greina komist í hús. “Getan þar og þekkingin er alveg gríðarleg og í rauninni þó að það ætti ekki að koma manni á óvart þá er hún á öðru kaliberi heldur en til dæmis sá greinilegaraðili erlendis, sem er að gera þetta nú þegar fyrir okkur,” segir Karvel. Karvel fær sér kökusneið í tilefni af 10 ára afmæli Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins en afmæliskaffið var haldið í vikunni hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða RML
Árborg Riða í Miðfirði Landbúnaður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira