Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 07:00 Prófmálið varðaði dómara við Héraðsdóm Reykjaness en mun hafa áhrif á kjör allra dómara landsins, verði honum ekki snúið á æðra dómstigi. Vísir/Vilhelm Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það. Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á allar kröfur héraðsdómarans Ástríðar Grímsdóttur um ógildingu ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breyttan launaútreikning, lækkun launa hennar og kröfu um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. „Dómarafélag Íslands taldi, alveg frá upphafi, málið og meðferð þess ekki hvíla á traustum lagagrunni. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag, sem var lögum samkvæmt sérstaklega skipaður öðrum en embættisdómurum, er tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins,“ segir Kristbjörg Stephensen, landsréttardómari og formaður Dómarafélagsins, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið. „Hafa ber í huga að dóminum kann að vera áfrýjað og mun Dómarafélagið ekki tjá sig meira um málið að sinni.“ Dómarar voru ósáttir Málið varðar 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Það voru þó einna helst dómarar sem settu sig upp á móti ákvörðunum ríkisins. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði í yfirlýsingu Dómarafélagsins á sínum tíma. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður Dómarafélagsins þar til Kristbjörg tók við af honum í janúar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að dómarar myndu leita réttar síns þar sem ákvörðunin hafi stangast á við lög. „Lykilatriðið þegar það er gert, er að það sé í samræmi við lög. Við hjá Dómarafélagi Íslands sjáum ekki með nokkrum hætti að þessi framkvæmd sé í samræmi við lög,“ sagði Kjartan. „Þegar það stendur til að taka neikvæða íþyngjandi ákvörðun, þá er viðkomandi tilkynnt um það og gefinn kostur á að tala máli sínu. Það var ekki gert í þessu máli hér.“ Þessu voru þau Gunnar Þór Pétursson prófessor við lagadeild HR, Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild HR sammála. Þau voru settir dómarar í málinu þar sem allir embættisdómarar landsins voru vanhæfir til þess að fjalla um það.
Dómstólar Dómsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Sjá meira