„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 17. maí 2023 09:43 Þórdís Kolbrún segir fundinn hafa gengið gríðarlega vel í gær. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. „Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
„Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira