Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 11:54 Selenskí við lendinguna í Sádi-Arabíu. AP/Ríkissjónvarp Sádi Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07