Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 14:10 Sighvatur GK-57 er í eigu Vísis hf. og gerður út frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september. Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ekasit Thasaphong var fæddur árið 1980. Hann bjó í Grindavík ásamt konu og þremur börnum. Hann féll útbyrðis af Sighvati GK-57 norðvestan af Garðskaga 3. desember. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskip, allur tiltækur floti björgunarsveita og neðansjávarfar tók þátt í leit að Ekasit en hún bar engan árangur. Í stefnu sambýliskonu hans er atvikum lýst þannig að aðrir skipverjar hafi ekki orðið þess varir að Bhong, eins og hann er nefndur þar, félli útbyrðis. Þegar uppgötvaðist að hann væri ekki lengur um borð um hálftíma síðar hafi umfangsmikil leit á svæðinu sem skipið hafði farið um hafist. Skipverjar sem gáfu skýrslu telja þá eina skýringu mögulega að Bhong hafi flækst í færi þegar verið var að leggja línu og fallið með því útbyrðis. Þó að slysið hafi ekki náðst á upptöku á myndavélar á neðri dekki skipsins var hægt að tímasetja það út frá því hvenær band sem sett er á milli rekka og færis er bundið í línu og fer út í gegnum línuvél. Við leitina fannst meðal annars heyrnarhlíf merkt Bhong og stígvél af sömu gerð og stærð og hann notaði samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar. Talið er að hann hafi náð að skera færið í sundur en hluti þess lá út frá skipinu en bauja og belgir sem voru tengdir færinu urðu eftir um borð. Sjórinn þar sem talið er að Bhong hafi fallið er á bilinu 90 til 95 metra djúpur. Vísað er til þess í stefnunni að ekki sé hægt að gefa út dánarvottorð eða ganga frá skiptum á dánarbúi Bhong nema ákveðið verði fyrir dómi að telja hann látinn. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í september.
Dómsmál Leit að skipverja á Sighvati GK-57 Grindavík Tengdar fréttir Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32 Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 7. desember 2022 10:32
Samfélagið í Grindavík í sárum og bíður þess að skipverjinn finnist Samfélagið í Grindavík er í sárum eftir að sjómaður, búsettur í bænum, féll frá borði línuskipsins Sighvats GK-57 í Faxaflóa. Þetta segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. 5. desember 2022 11:38