Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 15:16 Herþotur af gerðinni F-16. Getty/Ezra Acayan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. Vonast er til þess að þjálfunin geti hafist á næstu vikum og á hún að eiga sér stað í Evrópu, samkvæmt heimildarmanni Politico. Áður höfðu borist fréttir af því að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að standa í vegi þess að F-16 herþotur yrðu sendar til Úkraínu. Fjögurra mánaða þjálfun Blaðamenn Yahoo News komu nýverið höndum yfir skýrslu frá flugher Bandaríkjanna þar sem fram kemur að það myndi taka eingöngu fjóra mánuði að þjálfa úkraínska hermenn í að fljúga F-16 herþotum. Það er mun minni tími en áður hefur verið talað um. Skýrslunni var deilt með nokkrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, sem nota F-16. Hún byggir á því að tveimur úkraínskum flugmönnum hafi verið boðið til Bandaríkjanna í febrúar og mars, þar sem þeir fengu þjálfun á herþoturnar vestrænu. Annar flugmaðurinn hafði lokið þjálfun á MiG-29 orrustuþotuna og hinn á Su-27 herþotuna en báðar eru frá tímum Sovétríkjanna. Þeir höfðu hvorugur flogið F-16 en fengu stutta kynningu og voru svo settir í flughermi þar sem geta þeirra var könnuð yfir rúmar ellefu klukkustundir. Fjórir kennsluflugmenn, sem hafa flogið F-16 þotum í þúsundir klukkustunda, fylgdust með flugmönnunum úkraínsku. Í áðurnefndri skýrslu segir að úkraínsku mennirnir hafi sýnt tæknilega kunnáttu og getu. Flókinn rafeindabúnaður herþotunnar hafi þó reynst þeim erfiður. Sá búnaður sé þar að auki allur gerður fyrir enskumælandi flugmenn. Í skýrslunni segir að raunhæft sé að það taki um fjóra mánuði að þjálfa úkraínska flugmenn á F-16. Embættismenn í Bandaríkjunum höfðu áður sagt að slík þjálfun gæti tekið allt að átján mánuði. Frá fundi leiðtoga G-7 ríkjanna í Japan í dag. Frá vinstri: Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada,Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Charles Michel, forseti Evrópuráðsins.AP/Stefan Rousseau Bretar tilbúnir að þjálfa flugmenn Bretar hafa áður boðist til að þjálfa úkraínska hermenn á F-16 þoturnar. Sjá einnig: Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Yfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa stofnað nokkurs konar vinnuhóp ríkja um það að flytja F-16 herþotur til Úkraínu. Þær eru í notkun víða en margir eigendur þeirra eru að skipta þeim út fyrir nýrri og háþróaðri herþotur af gerðinni F-35. Þeirra á meðal eru Noregur, Danmörk og Holland. Fréttakona Politico segir að ákveði ráðamenn einhvers ríkis að senda Úkraínumönnum herþotur muni það taka nokkurn tíma að gera þær klárar. Nú er útlit fyrir að ef af verður, þá verði úkraínskir flugmenn klárir. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bretland Joe Biden Tengdar fréttir Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. 19. maí 2023 11:54 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vonast er til þess að þjálfunin geti hafist á næstu vikum og á hún að eiga sér stað í Evrópu, samkvæmt heimildarmanni Politico. Áður höfðu borist fréttir af því að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að standa í vegi þess að F-16 herþotur yrðu sendar til Úkraínu. Fjögurra mánaða þjálfun Blaðamenn Yahoo News komu nýverið höndum yfir skýrslu frá flugher Bandaríkjanna þar sem fram kemur að það myndi taka eingöngu fjóra mánuði að þjálfa úkraínska hermenn í að fljúga F-16 herþotum. Það er mun minni tími en áður hefur verið talað um. Skýrslunni var deilt með nokkrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, sem nota F-16. Hún byggir á því að tveimur úkraínskum flugmönnum hafi verið boðið til Bandaríkjanna í febrúar og mars, þar sem þeir fengu þjálfun á herþoturnar vestrænu. Annar flugmaðurinn hafði lokið þjálfun á MiG-29 orrustuþotuna og hinn á Su-27 herþotuna en báðar eru frá tímum Sovétríkjanna. Þeir höfðu hvorugur flogið F-16 en fengu stutta kynningu og voru svo settir í flughermi þar sem geta þeirra var könnuð yfir rúmar ellefu klukkustundir. Fjórir kennsluflugmenn, sem hafa flogið F-16 þotum í þúsundir klukkustunda, fylgdust með flugmönnunum úkraínsku. Í áðurnefndri skýrslu segir að úkraínsku mennirnir hafi sýnt tæknilega kunnáttu og getu. Flókinn rafeindabúnaður herþotunnar hafi þó reynst þeim erfiður. Sá búnaður sé þar að auki allur gerður fyrir enskumælandi flugmenn. Í skýrslunni segir að raunhæft sé að það taki um fjóra mánuði að þjálfa úkraínska flugmenn á F-16. Embættismenn í Bandaríkjunum höfðu áður sagt að slík þjálfun gæti tekið allt að átján mánuði. Frá fundi leiðtoga G-7 ríkjanna í Japan í dag. Frá vinstri: Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada,Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Charles Michel, forseti Evrópuráðsins.AP/Stefan Rousseau Bretar tilbúnir að þjálfa flugmenn Bretar hafa áður boðist til að þjálfa úkraínska hermenn á F-16 þoturnar. Sjá einnig: Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Yfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa stofnað nokkurs konar vinnuhóp ríkja um það að flytja F-16 herþotur til Úkraínu. Þær eru í notkun víða en margir eigendur þeirra eru að skipta þeim út fyrir nýrri og háþróaðri herþotur af gerðinni F-35. Þeirra á meðal eru Noregur, Danmörk og Holland. Fréttakona Politico segir að ákveði ráðamenn einhvers ríkis að senda Úkraínumönnum herþotur muni það taka nokkurn tíma að gera þær klárar. Nú er útlit fyrir að ef af verður, þá verði úkraínskir flugmenn klárir. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bretland Joe Biden Tengdar fréttir Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. 19. maí 2023 11:54 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. 19. maí 2023 11:54
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07