Roma er fyrir löngu búið að tryggja sér ítalska meistaratitilinn en fyrir leikinn í dag var liðið með tólf stiga forskot á Juventus. Inter var í fjórða sæti, heilum 25 stigum á eftir Roma.
Leikurinn í dag fór fram í höfuðborginni Róm en það voru gestirnir frá Mílanó sem komust yfir þegar Tabitha Chawinga skoraði á 63. mínútu leiksins. Elisa Bartoli jafnaði metin tíu mínútum síðar.
Sigurmarkið kom síðan á fjórðu mínútu upptóbartíma. Það var hin norska Sophie Román-Haug sem skoraði og tryggði Roma sigurinn.
Anna Björk lék allan leikinn í vörninni hjá Inter en hún er á sínu öðru tímabili með liðinu.