Leigubílstjórar vilja fá sín stæði við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. maí 2023 20:05 Nokkrir af leigubílstjórunum, sem eru að berjast fyrir stæðunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Leigubílstjórar á Selfossi eru pirraðir á því að fá hvergi stæði fyrir bíla sína í nýja miðbænum á Selfossi en mikið er að gera hjá þeim að sækja og fara með fólk í miðbæinn. Forsvarsmenn miðbæjarins segja að unnið sé að laus málsins. Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leigubílar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Sex leigubílaleyfi eru á Selfossi og er nóg að gera hjá leigubílstjórum staðarins þó einhverjir þeirra séu líka í annarri vinnu. Nýi miðbærinn hefur mikið aðdráttarafl og því heilmikið að snúast hjá leigubílstjórunum að keyra fólk þangað og sækja líka. Það eru þó hvergi merkt stæði fyrir leigubíla, sem leigubílstjórarnir eru ósáttir við. „Fólk finnur ekki bílana, ýmist inn í göngugötu eða út á Eyravegi. Okkur vantar einhvern fastan stað, sem við getum komið á. Okkur finnst þetta ekki nógu gott, hérna vantar að fá einhvern fastan stað. Nú á að fara að rífa húsin við Eyraveginn. Nú væri fínt að fá að setja upp merki þar, þannig að við gætum komið þar fimm til sex bílum í röð, það væri toppurinn fyrir okkur,“ segir Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi. Talandi um húsin við Eyraveginn, það var byrjað að rífa þau niður í gær en þar eiga að koma í staðinn ný og glæsileg hús, sem er hluti af uppbyggingu nýja miðbæjarins. Er nóg að gera í leigubílaakstri á Selfossi? „Já, já, það er hellingur að gera, nú er að koma sumar og þá eykst þetta með ferðamennina alveg helling. Við reynum að gera okkar besta,“ bætir Axel við. Leigubílstjórarnir vilja fá merkt stæði fyrir bíla sína við nýja miðbæinn á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Að sögn Vignis Guðjónssonar, sem er einn af forsvarsmönnum nýja miðbæjarins þá stendur til að útbúa varanleg bílastæði fyrir hvers kyns atvinnubifreiðar, leigubíla og rútur í gatnagerð annars áfanga miðbæjarins og standa bílastæðamálin því öll til bóta. Axel K. Pálsson leigubílstjóri á Selfossi, sem segir nóg að gera hjá leigubílstjórum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leigubílar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira