Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. maí 2023 19:24 Þorleifur var eðli málsins samkvæmt vankaður eftir að hafa bætt Íslandsmetið. Þorleifur Þorleifsson Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. „Það er erfitt að lýsa tilfinningunni þegar ég hætti nákvæmlega,“ segir Þorleifur í samtali við fréttastofu. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup í Rettert er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. 50 hringir og 335 kílómetrar er nýtt Íslandsmet. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Erfitt þegar tveir sólarhringir voru liðnir „Mér leið vel í gegnum allt hlaupið alveg þangað til að ég var að klára hring 47, þá fyrst var þetta farið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega andlega,“ segir Þorleifur. Hann hafi vitað að hann ætti einungis tvo hringi eftir til þess að vera búinn að hlaupa í tvo sólarhringi. Þorleifur var eðli málsins samkvæmt enn vankaður eftir hlaupið þegar fréttastofa náði af honum tali. „Þannig að ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man að ég kem þarna í mark á þessum hring og er í raun grátandi og lítill í mér. Teymið mitt hjálpaði mér og kom mér út aftur, sem var mjög erfitt.“ Þorleifur segir að þegar komið hafi verið á hring 50 hafi honum liðið vel andlega, en líkaminn hins vegar hafi verið búinn. „Líkaminn var orðinn mjög lúinn og ég finn að ég er ekki að fara að klára á tíma. Það slökknaði bara á mér og stelpurnar taka allar á móti mér og mér leið mjög vel á þessum tímapunkti, þó ég væri algjörlega búinn á því.“ Hafði mikla trú á að ná að bæta Íslandsmetið Þorleifur segir spurður að Íslandsmetið hafi ekki verið eiginlegt markmið, þó hann sé hreykinn af árangrinum. „Markmiðið mitt var alltaf að bæta minn árangur, auðvitað vildi ég reyna við Íslandsmetið en markmiðið númer eitt var að klára tvo sólarhringa, 48 tíma.“ Þá hafi næsta markmið Þorleifs verið að ná 50 klukkustunda hlaupi, sem tókst. „Ég hafði mjög mikla trú á að ég myndi ná Íslandsmetinu, en svo var þetta bara spurning hversu mikið lengra er ég að fara? Er ég að fara 45 hringi, sem eru 300 kílómetrar? Er ég að fara í 48 hringi sem eru þá tveir sólarhringar, eða 60 hringi?“ Hitinn erfiður Mikill hiti var í Þýskalandi og segir Þorleifur það hafa gert hlaupið erfiðara en ella. Andlegi þátturinn sé hins vegar það sem mestu máli skipti að hafa í lagi í slíku hlaupi. „Það er erfitt að lýsa þessu en þetta var eiginlega aldrei mjög erfitt líkamlega. Auðvitað er maður alltaf þreyttur og mjög illt hér og þar en það er andlegi hlutinn sem er alltaf að fara upp og niður.“ Þorleifur bætir því við að maginn skipti hins vegar að sama skapi gríðarlegu máli. Líðan hans í maganum hafi verið upp og niður en hitinn hafi haft sitt að segja. „Hitinn var mjög erfiður. Á sunnudeginum þá var ég alveg að drepast. Þá fer ég í hlaupavestið og fylli alla vasa af klaka og þá næ ég að kólna og halda kulda til þess að reyna að klára hringinn. Hæðarmunurinn í hlaupinu og hitinn voru erfiðastir.“ Hlaup Bakgarðshlaup Þýskaland Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa tilfinningunni þegar ég hætti nákvæmlega,“ segir Þorleifur í samtali við fréttastofu. Í bakgarðshlaupi er tæplega sjö kílómetra hringur farinn á klukkutíma fresti þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Umrætt hlaup í Rettert er það næststærsta í heiminum og koma þar saman öflugustu bakgarðshlauparar heims. 50 hringir og 335 kílómetrar er nýtt Íslandsmet. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Erfitt þegar tveir sólarhringir voru liðnir „Mér leið vel í gegnum allt hlaupið alveg þangað til að ég var að klára hring 47, þá fyrst var þetta farið að vera mjög erfitt og þá sérstaklega andlega,“ segir Þorleifur. Hann hafi vitað að hann ætti einungis tvo hringi eftir til þess að vera búinn að hlaupa í tvo sólarhringi. Þorleifur var eðli málsins samkvæmt enn vankaður eftir hlaupið þegar fréttastofa náði af honum tali. „Þannig að ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en ég man að ég kem þarna í mark á þessum hring og er í raun grátandi og lítill í mér. Teymið mitt hjálpaði mér og kom mér út aftur, sem var mjög erfitt.“ Þorleifur segir að þegar komið hafi verið á hring 50 hafi honum liðið vel andlega, en líkaminn hins vegar hafi verið búinn. „Líkaminn var orðinn mjög lúinn og ég finn að ég er ekki að fara að klára á tíma. Það slökknaði bara á mér og stelpurnar taka allar á móti mér og mér leið mjög vel á þessum tímapunkti, þó ég væri algjörlega búinn á því.“ Hafði mikla trú á að ná að bæta Íslandsmetið Þorleifur segir spurður að Íslandsmetið hafi ekki verið eiginlegt markmið, þó hann sé hreykinn af árangrinum. „Markmiðið mitt var alltaf að bæta minn árangur, auðvitað vildi ég reyna við Íslandsmetið en markmiðið númer eitt var að klára tvo sólarhringa, 48 tíma.“ Þá hafi næsta markmið Þorleifs verið að ná 50 klukkustunda hlaupi, sem tókst. „Ég hafði mjög mikla trú á að ég myndi ná Íslandsmetinu, en svo var þetta bara spurning hversu mikið lengra er ég að fara? Er ég að fara 45 hringi, sem eru 300 kílómetrar? Er ég að fara í 48 hringi sem eru þá tveir sólarhringar, eða 60 hringi?“ Hitinn erfiður Mikill hiti var í Þýskalandi og segir Þorleifur það hafa gert hlaupið erfiðara en ella. Andlegi þátturinn sé hins vegar það sem mestu máli skipti að hafa í lagi í slíku hlaupi. „Það er erfitt að lýsa þessu en þetta var eiginlega aldrei mjög erfitt líkamlega. Auðvitað er maður alltaf þreyttur og mjög illt hér og þar en það er andlegi hlutinn sem er alltaf að fara upp og niður.“ Þorleifur bætir því við að maginn skipti hins vegar að sama skapi gríðarlegu máli. Líðan hans í maganum hafi verið upp og niður en hitinn hafi haft sitt að segja. „Hitinn var mjög erfiður. Á sunnudeginum þá var ég alveg að drepast. Þá fer ég í hlaupavestið og fylli alla vasa af klaka og þá næ ég að kólna og halda kulda til þess að reyna að klára hringinn. Hæðarmunurinn í hlaupinu og hitinn voru erfiðastir.“
Hlaup Bakgarðshlaup Þýskaland Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti