Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2023 16:27 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er nú staddur í Úkraínu en þar ritaði hann undir sérstakt systraborgasamkomulag við Lviv ásamt Andriy Sadovyy borgarstjóra þar. vísir/arnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. Á sama tíma var undirritað rammasamkomulag milli heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar og endurhæfingasjúkrahússins Unbroken sem rekið er af Lviv borg. Systraborgasamkomulag undirritað Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem vitnað er til orða Dags um nýtt systraborgarsamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í vikunni. „„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýtt systraborgasamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta systraborgarsamkomulag hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið en í september 2022 samþykkti borgarstjórn einróma að slíta vinaborgarsamkomulagi við Moskvu. Til stendur að efla vinsamleg samskipti til frambúðar og hvetja til gagnkvæmrar samvinnu á þeim sviðum sem skipta máli fyrir borgara Lviv og Reykjavíkur. „Tekið verður sérstaklega tillit til mikilvægra gilda eins og lýðræðis, frelsis, réttarríkis og mannréttinda og samvinna efld á mismunandi sviðum þjóðlífs.“ Unbroken komið á koppinn Sadovyy sagði við þetta tækifæri af heimsókn sinni til Reykjavíkur árið 2019 þegar hann fundaði með Degi fyrst en þeir hafa átt í reglulegum samskiptum síðan þá. Á fundi þeirra Vilníus fyrr á þessu ári sagði Sadovyy frá risavöxnu verkefni Lviv að byggja upp sjúkrahús og alhliða þjónustu fyrir fólk sem missir útlimi og verður fyrir alvarlegum áföllum vegna stríðsins í landinu. Þetta verkefni kallast „Unbroken“. Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Andriy Sadovyy í sprengjubyrgi í Ráðhúsi Lviv.reykjavíkurborg Einnig var undirritað rammasamkomulag við endurhæfingamiðstöðina Unbroken við heilbrigðistæknifyrirtækið Össur við þetta tækifæri. Um 20 þúsund Úkraínubúar hafa misst útlimi í stríðinu og mörg þeirra eru börn. Öll þurfa mikla þjónustu sérfræðinga næstu ár og áratugi. Í tilkynningunni segir að borgaryfirvöld, með aðstoð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, hafa unnið grettistak í að byggja upp endurhæfingasjúkrahúsið Unbroken sem er það stærsta sinnar tegundar í Úkraínu. Borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar heimsóttu Unbroken, kynntu sér starfsemina og ræddu við sjúklinga. Reykjavík Úkraína Utanríkismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Á sama tíma var undirritað rammasamkomulag milli heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar og endurhæfingasjúkrahússins Unbroken sem rekið er af Lviv borg. Systraborgasamkomulag undirritað Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem vitnað er til orða Dags um nýtt systraborgarsamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í vikunni. „„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýtt systraborgasamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta systraborgarsamkomulag hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið en í september 2022 samþykkti borgarstjórn einróma að slíta vinaborgarsamkomulagi við Moskvu. Til stendur að efla vinsamleg samskipti til frambúðar og hvetja til gagnkvæmrar samvinnu á þeim sviðum sem skipta máli fyrir borgara Lviv og Reykjavíkur. „Tekið verður sérstaklega tillit til mikilvægra gilda eins og lýðræðis, frelsis, réttarríkis og mannréttinda og samvinna efld á mismunandi sviðum þjóðlífs.“ Unbroken komið á koppinn Sadovyy sagði við þetta tækifæri af heimsókn sinni til Reykjavíkur árið 2019 þegar hann fundaði með Degi fyrst en þeir hafa átt í reglulegum samskiptum síðan þá. Á fundi þeirra Vilníus fyrr á þessu ári sagði Sadovyy frá risavöxnu verkefni Lviv að byggja upp sjúkrahús og alhliða þjónustu fyrir fólk sem missir útlimi og verður fyrir alvarlegum áföllum vegna stríðsins í landinu. Þetta verkefni kallast „Unbroken“. Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Andriy Sadovyy í sprengjubyrgi í Ráðhúsi Lviv.reykjavíkurborg Einnig var undirritað rammasamkomulag við endurhæfingamiðstöðina Unbroken við heilbrigðistæknifyrirtækið Össur við þetta tækifæri. Um 20 þúsund Úkraínubúar hafa misst útlimi í stríðinu og mörg þeirra eru börn. Öll þurfa mikla þjónustu sérfræðinga næstu ár og áratugi. Í tilkynningunni segir að borgaryfirvöld, með aðstoð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, hafa unnið grettistak í að byggja upp endurhæfingasjúkrahúsið Unbroken sem er það stærsta sinnar tegundar í Úkraínu. Borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar heimsóttu Unbroken, kynntu sér starfsemina og ræddu við sjúklinga.
Reykjavík Úkraína Utanríkismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira