Doucoure hélt Everton uppi | Leeds og Leicester féllu Aron Guðmundsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 28. maí 2023 17:31 Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton í dag. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar Via Getty Images Vísir var með beina textalýsingu frá gangi mála í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni. Mesta spennan var í botnbaráttunni þar sem Everton, Leicester City og Leeds United kepptust um að forðast fallið. Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi. Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt. Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina. Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild. Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.
Abdoulaye Doucoure reyndist hetja Everton er hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri gegn Bournemouth í dag. Af þeim þremur liðum sem kepptust um að halda sæti sínu í deildinni stóð Everton best að vígi og ljóst að sigur myndi alltaf halda liðinu uppi. Everton vann því 1-0 sigur gegn Bournemouth og sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því tryggt. Leicester gerði hvað það gat til að halda sæti sínu í deildinni og liðið vann 2-1 sigur gegn West Ham þar sem Harvey Barnes og Wout Faes sáu um markaskorun liðsins. Sigurinn dugði þó skammt og Englandsmeistararnir árið 2016 eru fallnir í B-deildina. Leeds, þriðja og seinasta fallbaráttuliðið, mátti hins vegar þola 4-1 tap gegn Tottenham og ljóst að þau úrslit gerðu ekkert nema fella liðið niður um deild. Að lokum var einnig enn barátta um sæti í Sambandsdeild Evrópu þar sem Tottenham og Brentford gátu stolið sætinu af Aston Villa. Tottenham vann sem áður segir 4-1 sigur gegn Leeds og Brentford vann 1-0 sigur gegn Manchester City, en þar sem Aston Villa vann 2-1 sigur gegn Brighton eru Villa-menn á leið í Evrópukeppni á næsta tímabili. Allt það helsta sem gerðist í leikjum dagsins má lesa í vaktinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð Sjá meira