Heimakonur í Juventus tóku forystuna snemma leiks með marki frá Paulina Nystrom áður en Cristiana Girelli og Valentina Cernoia bættu sínu markinu hvor við fyrir hálfleik.
Staðan því 3-9 þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Sofia Cantore skoraði fjórða mark heimakvenna snemma í síðari hálfleik.
Gestirnir klóruðu í bakkann með tveimur mörkum með stuttu millibili þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka, en Sofie Junge-Pedersen gerði endanlega út um leikinn fyrir Juventus með marki á 79. mínútu.
Niðurstaðan því 5-2 sigur Juventus, en Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn af varamannabekknum þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Juventus endar tímabilið með 54 stig í öðru sæti deildarinnar, 13 stigum á eftir meisturum Roma.
á sama tíma máttu Anna Björk Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Inter þola 1-0 tap á heimavelli gegn nágrönnum sínum í AC Milan.
Inter endar því á botni efri hluta deildarinnar með 39 stig, en AC Milan í þriðja sæti með 44 stig.