Fínstillti rekstur Teya og fékk allt annan kraft út úr honum

Greiðslumiðlunin Teya hefur rétt úr kútnum eftir brösulega byrjun í erlendu eignarhaldi, sem endurspeglaðist meðal annars í miklum taprekstri, fækkun viðskiptavina og versnandi starfsánægju. Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, var fenginn til að koma fyrirtækinu á réttan kjöl og náði hann umtalsverðum árangri á þeim sjö mánuðum sem hann gegndi stöðu forstjóra.
Tengdar fréttir

Reynir hagnaðist um meira en tíu milljarða við söluna í Creditinfo
Reynir Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, hagnaðist um rúmlega 10,5 milljarða króna þegar hann seldi meirihluta sinn í íslenska upplýsingafyrirtækinu á liðnu ári til bandaríska framtakssjóðsins Levine Leichtman Capital. Allt hlutafé Creditinfo í viðskiptunum var metið á um 20 milljarða króna en endanlegt kaupverð, sem getur orðið hærra, veltur á tilteknum fjárhagslegum markmiðum.