Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 12:19 Svafar segir það mikið högg fyrir ferðaþjónustuna í Grímsey að Sæfari skuli hafa ílengst í slipp. Aðsend Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar. Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
Sæfari hefur verið í slipp síðan í mars, og átti að vera tilbúinn í lok maí. Eitthvað virðist þó standa á ferjunni, sem er ekki komin úr slipp og verður þar áfram í rúma viku. Það þykir ferðaþjónustufólki í eyjunni allt annað en ákjósanlegt. „Það eru ekki neinir túristar farnir að koma og fólk er búið að afbóka og gistiheimili eru búin að þurfa að endurgreiða,“ segir Svafar Gylfason, sem rekur veitingahús og gistiheimili í eyjunni. Ferðaþjónustuvertíðin í Grímsey sé ekki löng, en hún væri þó hafin á þessum tíma, það er að segja í eðlilegu árferði. „Það hefur verið mjög fínt að gera hjá okkur hérna síðustu ár í maí. Ef þetta teygir sig eitthvað inn í júní, þá er þetta bara stórtjón fyrir okkur.“ Annar tími hefði hentað betur Samskip sér um rekstur ferjunnar en hún er í eigu Vegagerðarinnar. Svafar telur að betur hefði farið á því að ráðast í framkvæmdir á öðrum tíma en í upphafi ferðamannavertíðar. „Maður bara skilur ekki að það hafi ekki verið farið í þessar framkvæmdir á öðrum tíma, þegar það er ekki ferðamaður. Oft á tíðum hérna í desember og janúar er lítið að flytja.“ Ef framkvæmdirnar koma til með að dragast meira en þær hafa þegar gert sé það grafalvarlegt mál. „Það er bara rosalega slæmt. Það er náttúrulega mikið af þessum ferðamönnum sem eru að bóka langt fram í tímann. Það er hætt við því að þeir séu allir hættir við að koma sem ætluðu til Grímseyjar í sumar. Maður er bara skíthræddur um að það verði miklu minna um ferðamenn út af þessu. Þeir geta ekki ennþá bókað í skipið eða neitt,“ segir Svafar.
Grímsey Samgöngur Akureyri Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira