Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2023 18:00 Aðdáendur Hringadróttinssögu eru ekki hrifnir af nýjasta Gollum. skjáskot Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni. Leikjavísir Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Leikurinn, sem kom úr þann 25. maí síðastliðinn, hverfist um eina goðsagnakenndustu persónu Hringadróttinsbókanna, Gollum. Í leiknum geta spilarar stjórnað Gollum, sem áður hét Sméagol, og skriðið um ýmsa áfangastaði Miðgarðs, sögusvið bóka Tolkien. Hér að neðan má sjá stiklu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YYrJdAdi1WI">watch on YouTube</a> Leikurinn hefur fengið vægast sagt slæma dóma og keppast gagnrýnendur við að gera lítið úr leiknum. Í gagnrýni Guardian segir að leikurinn sé ófrumlegur, óáhugaverður og í grundvallaratriðum gallaður ævintýraleikur sem tekst ekki að fanga neitt spennandi við heim Tolkien. Samt sem áður virðast spilarar til í að prófa leikinn, en í Bretlandi var leikurinn á meðal 10 mest keyptu í vikunni. Degi eftir að leikurinn var gefinn út bað framleiðandinn, Deadalic, afsökunar á leiknum á Twitter. Kveðst framleiðandinn harma það mjög að leikurinn standist ekki væntingar spilara og lofar úrbótum. A few words from the " The Lord of the Rings: Gollum™ " team pic.twitter.com/adPamy5EjO— The Lord of the Rings: Gollum (@GollumGame) May 26, 2023 Von er á gagnrýni Leikjavísis um leikinn á næstunni.
Leikjavísir Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira