Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 22:35 Kínverskri herþotu af gerðinni J-16 var flogið í veg bandarískrar eftirlitsflugvélar yfir Suður-Kínahafi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna segir að eftirlitsvélinni hafi verið flogið á alþjóðlegu svæði í takt við alþjóðalög þegar kínversku herþotunni hafi verið flogið fyrir framan eftirlitsflugvélina, svo hún nötraði öll. #USINDOPACOM Statement on #PRC Unprofessional Intercept: "We expect all countries in the Indo-Pacific region to use international airspace safely and in accordance with international law."Read more https://t.co/jeAEg1lHXz pic.twitter.com/AvPKRZHCZB— U.S. Indo-Pacific Command (@INDOPACOM) May 30, 2023 Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn og fleiri hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um svæðið og fljúga herflugvélum þar en atvik sambærileg þessi skjóta reglulega upp kollinum, bæði hvað varðar skip og herflugvélar. Umrætt atvik átti sér stað í síðustu viku en AFP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að atvikum sem þessum hafi farið fjölgandi. Í desember hafi bandarískir flugmenn RC-135 flugvélar þurft að breyta stefnu hennar svo þeir kínversk herþota lenti ekki á þeim. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. 22. maí 2023 08:13 Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Í yfirlýsingu frá herafla Bandaríkjanna segir að eftirlitsvélinni hafi verið flogið á alþjóðlegu svæði í takt við alþjóðalög þegar kínversku herþotunni hafi verið flogið fyrir framan eftirlitsflugvélina, svo hún nötraði öll. #USINDOPACOM Statement on #PRC Unprofessional Intercept: "We expect all countries in the Indo-Pacific region to use international airspace safely and in accordance with international law."Read more https://t.co/jeAEg1lHXz pic.twitter.com/AvPKRZHCZB— U.S. Indo-Pacific Command (@INDOPACOM) May 30, 2023 Kínverjar gerðu fyrir nokkrum árum tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og þar á meðal hafsvæðis ríkja eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam, Malasíu og Brúnei. Filippseyjar kærðu Kína fyrir Alþjóðagerðadóminn í Haag, sem komst árið 2016 að þeirri niðurstöður að tilkall Kína væri ólöglegt. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar haldið áfram hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Meðal annars hafa þeir byggt heilu eyjurnar, flotastöðvar og flugvelli og komið eldflaugum fyrir á svæðinu. Bandaríkjamenn og fleiri hafa þrátt fyrir það haldið áfram að sigla herskipum um svæðið og fljúga herflugvélum þar en atvik sambærileg þessi skjóta reglulega upp kollinum, bæði hvað varðar skip og herflugvélar. Umrætt atvik átti sér stað í síðustu viku en AFP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að atvikum sem þessum hafi farið fjölgandi. Í desember hafi bandarískir flugmenn RC-135 flugvélar þurft að breyta stefnu hennar svo þeir kínversk herþota lenti ekki á þeim.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Hernaður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. 22. maí 2023 08:13 Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21 Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Kínverjar æfir út í G7 ríkin Stjórnvöld í Kína ásaka G7 ríkin um samantekin ráð um að sverta orðspor Kína á heimsvísu og ráðast gegn hagsmunum landsins. 22. maí 2023 08:13
Sérfræðingar uggandi og Kínverjar æfir vegna AUKUS Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær formlega um samkomulag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu um þróun og framleiðslu kjarnorkuknúinna herkafbáta. 14. mars 2023 10:21
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56