ÍBV varð þarna Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár en liðið var bæði að kveðja þjálfara sinn og lykilleikmenn með Íslandsmeistaratitli.
Eyjaliðið tók frumkvæðið í upphafi leiks og voru alltaf skrefinu á undan Haukum. Eftir tvo tapleiki í röð þá ætluðu Eyjamenn ekki að verða annað félagið til að missa niður 2-0 forystu í úrslitaeinvígi.
Það var síðan gríðarlegur fögnuður hjá Eyjamönnum í leikslok enda í fyrsta sinn sem karlalið ÍBV í handbolta tryggir sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Vestmannaeyjum og náði þessum frábæru myndum hér fyrir neðan. Þær eru í réttri tímaröð og enda á fögnuði Eyjastrákanna inn í klefa.



















