Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 15:18 Mynd James Webb af vatnsstróknum sem stafar frá Enkeladusi. Tunglið sjálft er innan rauða rammans. Strókurinn er meira en tuttugu sinnum lengri en þvermál tunglsins. NASA, ESA, CSA, STScI, and G. Villanueva (NASA’s Goddard Space F Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni. Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni.
Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira