„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:46 Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34
Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13
„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26