Levy ætlaði að selja Kane til Leicester fyrir 600 þúsund pund Atli Arason skrifar 3. júní 2023 07:00 Harry Kane er bæði markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og enska landsliðsins. AP Photo Tim Sherwood, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, stöðvaði Daniel Levy frá því að selja Harry Kane til Leicester City fyrir 600 þúsund pund tímabilið árið 2014. „Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda. Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
„Ég sagði við Harry að hann byrja næsta leik og hann virtist mjög spenntur fyrir því,“ sagði Tim Sherwood við Simon Jordan í Up Front hlaðvarpinu. „Þegar ég kem inn á skrifstofu rekst ég á Franco Baldini [Yfirmann knattspyrnumála hjá Tottenham á þeim tíma] sem segir að eigandinn [Daniel Levy] vill tala við mig. Levy spyr mig þá hvernig byrjunarlið í næsta leik verður,“ sagði Sherwood sem taldi þá upp allt liðið en þegar hann minntist á Kane þá greip Levy fram í fyrir og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að velja Roberto Soldado í liðið frekar en Kane. „Hann [Levy] hafði aldrei áður spurt mig um byrjunarliðið. Ég vissi að hann væri að spyrja mig út í það í þetta skipti því hann hafði heyrt af því að Kane ætti að byrja. Hann [Levy] vildi þá meina að ég væri að gera lítið úr virði 29 milljón punda leikmanninum Soldado, sem Levy keypti“ bætti Sherwood við. Stjórnarformenn vildu þá meina að Harry Kane væri ekki með þau gæði sem þurfti til að verða úrvalsdeildarleikmaður að sögn Sherwood. „Mér var þá sagt að þeir hefðu í hyggju að leyfa Harry fara eitthvað annað. Ég spurði hvert hann ætti að fara og var þá tjáð að Tottenham hafði fengið tilboð frá Leicester og væru að íhuga að leyfa Kane að fara þangað,“ sagði Sherwood. Þá lág fyrir tilboð frá Leicester fyrir 600 þúsund pund en Kane hafði verið á láni hjá Leicester tímabilið áður. Sherwood þvertók fyrir að selja Kane til Leicester City fyrir svo lága fjárhæð. Sherwood var síðar rekin úr starfi þann 13. maí 2014. Síðan þá hefur Harry Kane alls skorað 213 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Tottenham og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins ásamt því að vera næst markahæstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Alls hefur Kane skorað 278 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham. Í dag harðneitar Levy að selja Kane, sem á einungis eitt ár eftir af samningi sínum. Kane hefur verið sterklega orðaður við félög á borð við Manchester United, Real Madrid, Bayern Munchen, PSG og fleiri. Talið er að Levy vill í dag ekki selja Kane fyrir minna en 85 milljónir punda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Man United skoðar hvað þarf til að fá Kane í sumar Landsliðsframherjinn Harry Kane virðist efstur á óskalista enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Félagið skoðar nú hvað þarf til að festa kaup á Kane í sumar. 25. apríl 2023 14:31