Nítján ára hlaupapar kom, sá og sigraði með yfirburðum í Hengill Ultra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2023 09:31 Sölvi og Dalrós komu langfyrst í mark í 106 kílómetra hlaupi í Salomon Hengill Ultra Trail hlaupakeppninni um helgina. Facebook/Sigríður Erlendsdóttir Þau Sölvi Snær Egilsson og Dalrós Ingadóttir báru sigur úr býtum í 106 kílómetra hlaupi í karla- og kvennaflokki er Salomon Hengill Ultra Trail utanvegahlaupið var haldið síðustu helgi. Sölvi og Dalrós eru bæði aðeins 19 ára gömul og sannkallað hlaupapar. Parið vann sína flokka með miklum yfirburðum, því Sölvi var tæpum 74 mínútum fljótari en næsti karl og Dalrós kom í mark rúmum 65 mínútum á undan næstu konu. Sölvi kláraði kílómetrana 106 á 14 klukkustundum, 25 mínútum og 29 sekúndum og var fyrstur af 18 keppendum í karlaflokki. Dalrós kom í mark á 16 klukkustundum, 58 mínútum og 17 sekúndum og kom fyrst í mark af átta keppendum í kvennaflokki. Dalrós gerði þó gott betur en það að vinna kvennaflokkinn, því hún varð fjórða af öllum þeim 26 keppendum sem tóku þátt. Salomon Hengill Ultra Trail Vildu klára þetta fyrir mömmurnar sem vöktu alla nóttina Bæði segjast þau þó ekki endilega viss um það að það sé eðlilegt að 19 ára par taki sig til og vinni slíkt ofurhlaup. „Ekki svo ég viti allavega. Það eru ekkert margir í þessu á okkar aldri,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi í gær. „Ég bara veit það ekki sko. Við erum búin að vera yngst svolítið lengi í þessu,“ bætti Dalrós við. Hlaupið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því þau lentu bæði í vandræðum með skrokkinn á sér á fyrri hringnum af tveimur. Stutt stopp í Hveragerði þegar hlaupið var hálfnað hafi þó gert kraftaverk. „Líðanin var svolítið svona upp og niður. Ég fann það bara strax eftir 30 kílómetra að þá byrjaði margt að klikka. Maginn og sjónin farin að klikka þannig að ég var ekkert viss um að ég myndi einu sinni ná að klára fyrsta hringinn,“ sagði Sölvi. „Svo allt í einu náði ég smá ferð þegar ég var kominn upp í kannski 45-50 kílómetra og ég vaknaði aðeins þá. Svo gat ég hvílt mig í kannski tuttugu mínútur í Hveragerði og þá var ég bara eins og nýr,“ bætti Sölvi við og þakkar móður sinni og sambýlismanni hennar, Böðvari Stefánssyni, fyrir ómetanlegan stuðning eftir að fyrri hringnum lauk. Dalrós á ferðinni.Salomon Hengill Ultra Trail Þá segir Dalrós að pepp frá mömmu hafi reynst þeim afar dýrmætt. „Það munaði öllu að hafa bæði mömmu hans Sölva og mömmu mína þarna til að peppa og hjálpa okkur. Maður vildi líka svolítið klára þetta fyrst að þær voru búnar að vaka alla nóttina fyrir mann. Þannig að maður vildi heldur ekki gefast upp þeirra vegna líka,“ sagði Dalrós. Nennti ekki að þurfa að gera þetta aftur á næsta ári Þetta var þó ekki í fyrsta skiptið sem þau Sölvi og Dalrós taka þátt í hlaupinu. Þau gerðu það einnig í fyrra, en þurftu þá bæði að hætta keppni vegna þess að skrokkurinn var að gefa sig. Sölvi lét gott heita eftir 96 kílómetra þegar hann var farinn að missa sjónina og Dalrós hætti keppni eftir 75 kílómetra vegna meiðsla í hnjám. Þessu segir Sigríður Erlendsdóttir, móðir Sölva, frá í pistli á Facebook-síðu sinni. Þau segjast bæði hafa hugsað um það þegar reyna fór á í ár. „Það var líka alveg í hausnum á manni og ég hugsaði að þá þyrfti maður að taka þetta aftur á næsta ári. Ég var ekkert alveg til í það,“ grínaðist Dalrós. „Það var fínt að klára þetta bara núna.“ „Það leit út fyrir það á tímabili að maður þyrfti að hætta, en sem betur fer varð það ekki svoleiðis,“ bætti Sölvi við. Sölvi var fremstur frá upphafi.Salomon Hengill Ultra Trail En var markmiðið að vinna hlaupið þegar farið var af stað? „Ekki beint, en við vorum mjög framarlega í fyrra þegar þurftum að hætta. Við vorum samt aðallega að horfa á tímamarkmið frekar,“ sagði Sölvi Dalrós tekur í sama streng, en segir að aðalmarkmiðið hafi verið að klára hlaupið. „Það var alveg gaman, en mig langaði bara að klára þetta. Það var númer eitt, tvö og þrjú. En svo var það alveg peppandi að vita að ég væri fremst og það hélt mér gangandi þó mér liði mjög illa. Það peppaði mann mikið að halda þeim svona fyrir aftan sig.“ Stutt hvíld og svo beint á Laugaveginn Þau Sölvi og Dalrós segja svo að lokum að það eina sem sé á döfinni sé að hlaupa Laugaveginn. Þau segja þó að það verði ekki eina hlaupið sem þau eigi eftir að hlaupa í sumar, en fyrst þurfi þau að hugsa um hvíldina áður en farið verður að skrá sig í frekari ofurhlaup. „Við erum bæði skráð í Laugaveginn og síðan er fullt af öðru sem við eigum bara eftir að skrá okkur í og slatti sem við eigum eftir að gera,“ sagði Sölvi. „Það er ekkert ákveðið markmið,“ bætti Dalrós við. „Ég er skráð í Laugaveginn og svo ætla ég bara að skrá mig í einhver hlaup þegar ég verð orðin hress aftur. Þetta var svolítið stóra markmiðið og nú veit ég ekki alveg hvað er næst. En ég finn eitthvað stórt.“ „Nú er bara hvíld. Ég er svolítið aum í hnjánum og vil ekki meiðast þannig ég ætla bara að taka góða hvíld,“ sagði þreytt, en sátt, Dalrós að lokum. Gera má ráð fyrir því að hvíldin hafi verið kærkomin eftir hlaupið.Facebook/Sigríður Erlendsdóttir Hlaup Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Sölvi og Dalrós eru bæði aðeins 19 ára gömul og sannkallað hlaupapar. Parið vann sína flokka með miklum yfirburðum, því Sölvi var tæpum 74 mínútum fljótari en næsti karl og Dalrós kom í mark rúmum 65 mínútum á undan næstu konu. Sölvi kláraði kílómetrana 106 á 14 klukkustundum, 25 mínútum og 29 sekúndum og var fyrstur af 18 keppendum í karlaflokki. Dalrós kom í mark á 16 klukkustundum, 58 mínútum og 17 sekúndum og kom fyrst í mark af átta keppendum í kvennaflokki. Dalrós gerði þó gott betur en það að vinna kvennaflokkinn, því hún varð fjórða af öllum þeim 26 keppendum sem tóku þátt. Salomon Hengill Ultra Trail Vildu klára þetta fyrir mömmurnar sem vöktu alla nóttina Bæði segjast þau þó ekki endilega viss um það að það sé eðlilegt að 19 ára par taki sig til og vinni slíkt ofurhlaup. „Ekki svo ég viti allavega. Það eru ekkert margir í þessu á okkar aldri,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi í gær. „Ég bara veit það ekki sko. Við erum búin að vera yngst svolítið lengi í þessu,“ bætti Dalrós við. Hlaupið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því þau lentu bæði í vandræðum með skrokkinn á sér á fyrri hringnum af tveimur. Stutt stopp í Hveragerði þegar hlaupið var hálfnað hafi þó gert kraftaverk. „Líðanin var svolítið svona upp og niður. Ég fann það bara strax eftir 30 kílómetra að þá byrjaði margt að klikka. Maginn og sjónin farin að klikka þannig að ég var ekkert viss um að ég myndi einu sinni ná að klára fyrsta hringinn,“ sagði Sölvi. „Svo allt í einu náði ég smá ferð þegar ég var kominn upp í kannski 45-50 kílómetra og ég vaknaði aðeins þá. Svo gat ég hvílt mig í kannski tuttugu mínútur í Hveragerði og þá var ég bara eins og nýr,“ bætti Sölvi við og þakkar móður sinni og sambýlismanni hennar, Böðvari Stefánssyni, fyrir ómetanlegan stuðning eftir að fyrri hringnum lauk. Dalrós á ferðinni.Salomon Hengill Ultra Trail Þá segir Dalrós að pepp frá mömmu hafi reynst þeim afar dýrmætt. „Það munaði öllu að hafa bæði mömmu hans Sölva og mömmu mína þarna til að peppa og hjálpa okkur. Maður vildi líka svolítið klára þetta fyrst að þær voru búnar að vaka alla nóttina fyrir mann. Þannig að maður vildi heldur ekki gefast upp þeirra vegna líka,“ sagði Dalrós. Nennti ekki að þurfa að gera þetta aftur á næsta ári Þetta var þó ekki í fyrsta skiptið sem þau Sölvi og Dalrós taka þátt í hlaupinu. Þau gerðu það einnig í fyrra, en þurftu þá bæði að hætta keppni vegna þess að skrokkurinn var að gefa sig. Sölvi lét gott heita eftir 96 kílómetra þegar hann var farinn að missa sjónina og Dalrós hætti keppni eftir 75 kílómetra vegna meiðsla í hnjám. Þessu segir Sigríður Erlendsdóttir, móðir Sölva, frá í pistli á Facebook-síðu sinni. Þau segjast bæði hafa hugsað um það þegar reyna fór á í ár. „Það var líka alveg í hausnum á manni og ég hugsaði að þá þyrfti maður að taka þetta aftur á næsta ári. Ég var ekkert alveg til í það,“ grínaðist Dalrós. „Það var fínt að klára þetta bara núna.“ „Það leit út fyrir það á tímabili að maður þyrfti að hætta, en sem betur fer varð það ekki svoleiðis,“ bætti Sölvi við. Sölvi var fremstur frá upphafi.Salomon Hengill Ultra Trail En var markmiðið að vinna hlaupið þegar farið var af stað? „Ekki beint, en við vorum mjög framarlega í fyrra þegar þurftum að hætta. Við vorum samt aðallega að horfa á tímamarkmið frekar,“ sagði Sölvi Dalrós tekur í sama streng, en segir að aðalmarkmiðið hafi verið að klára hlaupið. „Það var alveg gaman, en mig langaði bara að klára þetta. Það var númer eitt, tvö og þrjú. En svo var það alveg peppandi að vita að ég væri fremst og það hélt mér gangandi þó mér liði mjög illa. Það peppaði mann mikið að halda þeim svona fyrir aftan sig.“ Stutt hvíld og svo beint á Laugaveginn Þau Sölvi og Dalrós segja svo að lokum að það eina sem sé á döfinni sé að hlaupa Laugaveginn. Þau segja þó að það verði ekki eina hlaupið sem þau eigi eftir að hlaupa í sumar, en fyrst þurfi þau að hugsa um hvíldina áður en farið verður að skrá sig í frekari ofurhlaup. „Við erum bæði skráð í Laugaveginn og síðan er fullt af öðru sem við eigum bara eftir að skrá okkur í og slatti sem við eigum eftir að gera,“ sagði Sölvi. „Það er ekkert ákveðið markmið,“ bætti Dalrós við. „Ég er skráð í Laugaveginn og svo ætla ég bara að skrá mig í einhver hlaup þegar ég verð orðin hress aftur. Þetta var svolítið stóra markmiðið og nú veit ég ekki alveg hvað er næst. En ég finn eitthvað stórt.“ „Nú er bara hvíld. Ég er svolítið aum í hnjánum og vil ekki meiðast þannig ég ætla bara að taka góða hvíld,“ sagði þreytt, en sátt, Dalrós að lokum. Gera má ráð fyrir því að hvíldin hafi verið kærkomin eftir hlaupið.Facebook/Sigríður Erlendsdóttir
Hlaup Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn