Líkvaka Bellu Montoya, sem var 76 ára gömul þegar læknir úrskurðaði hana látna í síðustu viku, hafði staðið í fimm klukkustundir. Þegar ættingjar hennar voru að færa hana í líkklæðin fyrir sjálfa jarðarförina eins og tíðkast í Ekvador tók gamla konan allt í einu andköf.
Hún er nú komin aftur á sjúkrahúsið þar sem hún liggur á gjörgæslu og heilbrigðisráðuneyti landsins hefur sett af stað rannsókn á málinu.
Samkvæmt gögnum sjúkarhússins fékk Bella hjartaáfall í síðustu viku og þegar hún brást ekki við lífgunartilraunum var hún úrskurðuð látin af lækni sjúkrahússins.
Henni var síðan komið fyrir í líkkistu á líkvöku þar sem ættingjar hennar voru samankomnir til að kveðja hana og það var þá sem hún lifnaði við.