Óumbeðin ástarbréf eldklárra og eftirsóttra gella Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2023 09:34 Listahópurinn Eldklárar og eftirsóttar gefa út ljóðasafnið Óumbeðin ástarbréf í dag. Safnið inniheldur nafnlaus ástarbréf í formi ljóða. Aðsent Fjöllistahópurinn Eldklárar og eftirsóttar gefa í dag út ljóðabókina Óumbeðin ástarbréf á Slippbarnum við gömlu höfnina í Reykjavík. Hingað til hafa Eldklárar og eftirsóttar getið sér gott orð sem spunahópur en nú ætla þær að láta reyna á ljóðabókaútgáfu af því, eins og þær segja sjálfar, „svona gáfaðar og heitar konur geta allt!“ Útgáfuhófið verður haldið klukkan 17.00 á Slippbarnum þar sem aðdáendur og aðrir góðir gestir geta skálað, keypt bók og hlustað á upplestur á nokkrum ljúfum ástarljóðum. Einnig verður í rýminu innsetning innblásin af ljóðunum sem mun standa til 15. júlí. Spunahópur færir út kvíarnar Eldklárar og Eftirsóttar er sjálfstæður hópur listakvenna sem hefur komið fram sem spunahópur síðan árið 2021. Þær hafa sýnt með Improv Ísland, á Reykjavík Fringe og hafa haldið sjálfstæðar sýningar í Tjarnarbíói. Eldklárar og eftirsóttar koma af ýmsum sviðum samfélagsins.Aðsent Hópinn skipa: Ebba Sigurðardóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Rebekka Magnúsdóttir og Sunna Björg Gunnarsdóttir. Í þessari fjölbreyttu flóru má finna ljósmyndara, uppistandara, rithöfund, leikkonur, keramiklistakonu, lögfræðing, hagfræðing, mæður og fráskildar frúr. Fyrir þau sem ekki sjá sér fært að mæta á útgáfuhófið vegna alvarlegra afsakana fá annað tækifæri til að sjá þessar frænku konur á sviðslistahátíðinni Reykjavík Fringe þar sem þær munu sýna spuna á Kiki, 28. og 29. júní næstkomandi. Ljóðlist Menning Reykjavík Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hingað til hafa Eldklárar og eftirsóttar getið sér gott orð sem spunahópur en nú ætla þær að láta reyna á ljóðabókaútgáfu af því, eins og þær segja sjálfar, „svona gáfaðar og heitar konur geta allt!“ Útgáfuhófið verður haldið klukkan 17.00 á Slippbarnum þar sem aðdáendur og aðrir góðir gestir geta skálað, keypt bók og hlustað á upplestur á nokkrum ljúfum ástarljóðum. Einnig verður í rýminu innsetning innblásin af ljóðunum sem mun standa til 15. júlí. Spunahópur færir út kvíarnar Eldklárar og Eftirsóttar er sjálfstæður hópur listakvenna sem hefur komið fram sem spunahópur síðan árið 2021. Þær hafa sýnt með Improv Ísland, á Reykjavík Fringe og hafa haldið sjálfstæðar sýningar í Tjarnarbíói. Eldklárar og eftirsóttar koma af ýmsum sviðum samfélagsins.Aðsent Hópinn skipa: Ebba Sigurðardóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Rebekka Magnúsdóttir og Sunna Björg Gunnarsdóttir. Í þessari fjölbreyttu flóru má finna ljósmyndara, uppistandara, rithöfund, leikkonur, keramiklistakonu, lögfræðing, hagfræðing, mæður og fráskildar frúr. Fyrir þau sem ekki sjá sér fært að mæta á útgáfuhófið vegna alvarlegra afsakana fá annað tækifæri til að sjá þessar frænku konur á sviðslistahátíðinni Reykjavík Fringe þar sem þær munu sýna spuna á Kiki, 28. og 29. júní næstkomandi.
Ljóðlist Menning Reykjavík Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira