Páfi, sem er 86 ára gamall, dvaldi á sjúkrastofu sem er eingöngu notuð fyrir páfa kaþólsku kirkjunnar á Gemelli-sjúkrahúsinu í níu daga. Honum var trillað út af því í hjólastól brosandi og veifandi til fólks sem hafði safnast saman við útganginn í morgun.
AP-fréttastofan segir að engin vandamál hafi komið upp í aðgerðinni. Sergio Alfieri, skurlæknirinn sem skar páfa upp, segir að hann verði „sterkur páfi“.
Frans hafði verið þjakaður af sársauka vegna örmyndana eftir fyrri kviðarholsaðgerða. Hætta var á að hann gæti lent í þarmateppu ef örvefurinn væri ekki fjarlægður.
Öllum áheyrnum páfa í júní til og með 18. júní var frestað vegna aðgerðarinnar. Búist er við því að hann fundi með forsetum Kúbu og Brasilíu strax í næstu viku. Í ágúst stendur til að Frans fari í pílagrímsferð til Portúgals og síðan fyrstu ferð kaþólsks páfa til Mongólíu.