Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 15:45 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér sé brugðið vegna ákvörðunar ráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent