Skoða perlur Íslands með því að hoppa út úr flugvél Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Norsk-íslenski fallhlífastökkvarinn Arne Aarhus er fyrirliði hópsins. Egill Aðalsteinsson Ferðamenn velja sér mismunandi ferðamáta til að skoða Ísland. Einn sá óvenjulegasti er að sjá landið svífandi í fallhlíf. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun: Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hópinn birtast yfir Eyjafirði, fólkið kom svo svífandi úr þrettán þúsund feta hæð niður á Akureyrarflugvöll. Um líkt leyti lenti flugvélin þeirra - til að sækja hópinn í næsta ævintýri. Við tókum eftir því að búið var að taka hurðina af Twin Otter-flugvélinni. Það var ástæða fyrir því. Farþegarnir ætla nefnilega allir að hoppa út - í lofti. Fallhlífastökkvararnir stukku út í þrettán þúsund feta hæð yfir Eyjafirði og svifu síðan niður á Akureyrarflugvöll.Egill Aðalsteinsson Þau koma frá fallhlífaklúbbum í Noregi, Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Bandaríkjunum og Mexíkó og fyrirliðinn er hálfur Íslendingur. „Já, mamma er íslensk og ólst upp í Hafnarfirði,“ segir Arne Aarhus en faðir hans er norskur. Ástríða fyrir fallhlífastökki sameinar hópinn. Arne segir marga hafa verið orðna dálítið leiða á því að fara bara upp og niður af flugvöllum. „Þá ákváðum við bara að gera ekta ferðalag. Og förum bara hring í kringum landið og skemmtum okkur og sjáum landið og stökkvum í fallhlíf á sama tíma,“ segir Arne. Twin Otter-flugvélin lenti um svipað leyti og síðustu fallhlífastökkvararnir.Egill Aðalsteinsson Stökkstaðir eru yfir náttúruperlum. Hann nefnir Gullfoss og Geysi, Þórsmörk, Reynisfjöru, Vestmannaeyjar, Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og Mývatnssveit og segir þennan ferðamáta hafa sína kosti. „Í fyrsta lagi fær maður að sjá þetta úr lofti. Þá sér maður náttúrlega allt annað útsýni. Síðan getur maður bara lent á jörðinni og skoðað þetta almennilega.“ Hópurinn að leggja upp í næsta ævintýri, sem var að stökkva yfir Langjökli.Egill Aðalsteinsson Annar flugmaðurinn, Ágúst Atlason, er Íslendingur. „Þetta er ótrúlegt. Líka skemmtilegt fyrir okkur. Við erum að fara á flugvelli sem ég vissi ekki einu sinni að væru til,“ segir Ágúst en hann starfar á sumrin hjá Skydive Stockholm þaðan sem flugvélin kemur. Upphaflega stóð þó til að fá Twin Otter frá Norlandair en þar var engin slík vél á lausu. Arne segir toppinn hafa verið Hverfjall og hálendið en hópurinn átti þó eftir að stökkva yfir Langjökli og í framhaldinu að skoða íshelli í jöklinum. „Það var rosalega flott á Sauðárvelli þar sem er bara ekkert. Það er flugvöllur sem hann Ómar Ragnarsson bjó til á sínum tíma,“ segir Arne. Garðbæingurinn Ágúst Atlason er flugmaður hjá Skydive Stockholm.Egill Aðalsteinsson „Klukkutíma samtal sem ég átti við Ómar Ragnarsson um að fá að nota flugvöllinn hans, ég held að það hafi toppað ferðina fyrir mig,“ segir flugmaðurinn Ágúst. -En er þetta ekki rosalega dýrt? „Jú, jú, það er dýrt. En gaman. Maður er ekkert að kveljast í peningi þegar maður er að stunda þetta lengi,“ segir hinn norsk-íslenski fallhlífastökkvari Arne Aarhus. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sauðárvelli Ómars Ragnarssonar bregður fyrir í þætti Stöðvar 2 frá árinu 2006 um baráttu hans gegn Kárahnjúkavirkjun:
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Reykspúandi flugsveit þaut yfir viðmælendur í beinni Árlegur flugdagur fer fram á Akureyrarflugvelli á morgun, sautjánda júní. Einkaflugmenn hituðu upp með flughátíð á Melgerðismelum í Eyjafirði. 16. júní 2023 22:42