The Guardian greinir frá þessu. Mennirnir voru með lambhúshettur á höfðinu og með dótabyssur í fórum sér. Fóru þeir inn á heimili vinar síns, bundu fyrir munn hans og hentu honum í skottið á bíl sínum. Því næst óku þeir með hann á brott.
Nágrannar mannsins urðu skelkaðir þegar þeir horfðu á allt þetta gerast og hringdu á lögregluna. Lögreglumenn flýttu sér á staðinn og stöðvuðu bílinn. Þar fundu þeir brúðgumann sem enn var grunlaus um að þetta væru vinir hans sem voru að ræna honum.
Lögreglan lagði hald á dótavopn, hjálma, lambhúshettur og föt sem áttu að láta mennina líta út fyrir að tilheyra ISIS. Hafa þeir þá verið ákærðir fyrir að valda óreiðu meðal almennings.