Búið er að slökkva eldinn en áfram er unnið að reykræstingu í húsinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum.
Búið er að slökkva eldinn en áfram er unnið að reykræstingu í húsinu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.