Launakröfur upp á allt að tíu milljónir og Helgi vill milljarð Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2023 14:16 Helgi Magnússon á leið úr þáverandi höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Lækjargötu þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Kröfur í þrotabú Torgs ehf., sem gaf út Fréttablaðið sáluga og fleiri miðla, nema tæplega einum og hálfum milljarði króna. Langsamlega stærsta krafan er krafa frá Helga Magnússyni, eiganda Torgs, upp á rétt tæpan milljarð. Samþykktar kröfur upp á 235 milljónir samanstanda nánast alfarið af forgangskröfum starfsmanna. Þetta má lesa úr kröfuskrá þrotabúsins, sem Vísir hefur undir höndum. Gjaldþrotaúrskurður var kveðinn upp þann 4. apríl síðastliðinn og kröfulýsingafrestur rann út 12. júní. Frestdagur er svo 4. febrúar næstkomandi. Stærsta krafan í búið er frá Hofgörðum ehf., félags Helga Magnússonar. Krafan er almenn krafa sem hljóðar upp á rétt tæplega 998 milljónir króna. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tekur ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Skatturinn vill sitt en fær ekkert Næststærsta krafan í búið er frá Ríkisskattstjóra og hljóðar upp á rúmlega 110 milljónir króna. Það er sömuleiðis almenn krafa og því kemur ekkert í kassa ríkissjóðs eftir skiptin. Aðrar almennar kröfur eru til að mynda tæplega tíu milljónir króna frá GI rannsóknum ehf., félagi sem rekur Gallup, fimm milljónir frá upplýsingatæknifyrirtækinu Sensa, 3,5 milljónir frá JSB dreifingu og svo mætti lengi telja. Þá eru ótaldar kröfur blaðamanna og fleiri sem unnið hafa í verktöku fyrir Torg. Aðstoðarritstjórinn vill tæplega ellefu milljónir Forgangskröfur nema alls tæplega 319 milljónum króna, þar af eru 232 milljónir samþykktar. Meðal forgangskrafna eru tvær kröfur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna upp á 17,5 milljónir samanlagt. Þar af voru tæplega 7 milljónir samþykktar. Aðrar samþykktar kröfur eru litlar kröfur frá lífeyrissjóðum og launakröfur starfsmanna. Hæst þeirra er frá Garðari Erni Úlfarssyni, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, en hann fer fram á um 10,8 milljónir króna. Skiptastjóri samþykkti um 7,8 milljóna króna kröfu frá honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15. október 2021 11:39 Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. 7. ágúst 2020 07:57 DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu. 14. apríl 2023 14:31 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Þetta má lesa úr kröfuskrá þrotabúsins, sem Vísir hefur undir höndum. Gjaldþrotaúrskurður var kveðinn upp þann 4. apríl síðastliðinn og kröfulýsingafrestur rann út 12. júní. Frestdagur er svo 4. febrúar næstkomandi. Stærsta krafan í búið er frá Hofgörðum ehf., félags Helga Magnússonar. Krafan er almenn krafa sem hljóðar upp á rétt tæplega 998 milljónir króna. Óskar Sigurðsson, skiptastjóri búsins, tekur ekki afstöðu til almennra krafna í kröfuskrá. Það bendir til þess að ekki sé gert ráð fyrir því að nokkuð fáist upp í aðrar kröfur en forgangskröfur. Skatturinn vill sitt en fær ekkert Næststærsta krafan í búið er frá Ríkisskattstjóra og hljóðar upp á rúmlega 110 milljónir króna. Það er sömuleiðis almenn krafa og því kemur ekkert í kassa ríkissjóðs eftir skiptin. Aðrar almennar kröfur eru til að mynda tæplega tíu milljónir króna frá GI rannsóknum ehf., félagi sem rekur Gallup, fimm milljónir frá upplýsingatæknifyrirtækinu Sensa, 3,5 milljónir frá JSB dreifingu og svo mætti lengi telja. Þá eru ótaldar kröfur blaðamanna og fleiri sem unnið hafa í verktöku fyrir Torg. Aðstoðarritstjórinn vill tæplega ellefu milljónir Forgangskröfur nema alls tæplega 319 milljónum króna, þar af eru 232 milljónir samþykktar. Meðal forgangskrafna eru tvær kröfur frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna upp á 17,5 milljónir samanlagt. Þar af voru tæplega 7 milljónir samþykktar. Aðrar samþykktar kröfur eru litlar kröfur frá lífeyrissjóðum og launakröfur starfsmanna. Hæst þeirra er frá Garðari Erni Úlfarssyni, aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins, en hann fer fram á um 10,8 milljónir króna. Skiptastjóri samþykkti um 7,8 milljóna króna kröfu frá honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri fer fram á um 8,1 milljón króna en skiptastjóri samþykkti 4,2 milljónir. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sem stýrði sérblöðum fer fram á 6,2 milljónir króna og Björn J. Þorláksson 5,2 milljónir. Skiptastjóri samþykkir kröfur þeirra beggja upp að 4,1 milljón.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50 Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15. október 2021 11:39 Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. 7. ágúst 2020 07:57 DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu. 14. apríl 2023 14:31 Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Torg tapað rúmum milljarði á þremur árum Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla, tapaði 240 milljónum króna árið 2021. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag en ársreikningi félagsins hefur ekki verið skilað inn til ársreikningaskrár. Árið áður tapaði Torg 599 milljónum króna. 22. mars 2022 10:50
Útgáfufélag Fréttablaðsins og DV tapaði tæplega 600 milljónum Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna á seinasta ári. Þetta er haft eftir Helga Magnússyni, stjórnarformanni og stærsta eiganda félagsins, í Fréttablaðinu í dag. Tapið hafi allt verið fjármagnað með nýju hlutafé. 15. október 2021 11:39
Tap upp á 212 milljónir hjá Torgi Torg ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV, tapaði 212 milljónum króna á síðasta ári. 7. ágúst 2020 07:57
DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33
Skiptastjóri Torgs býður prentvél Fréttablaðsins til sölu Skiptastjóri Torgs, sem gaf út Fréttablaðið og DV, býður blaðaprentvél fallna fjölmiðlafyrirtækisins til sölu. 14. apríl 2023 14:31