Mikil eftirvænting ríkir fyrir kvikmyndinni Barbie sem frumsýnd verður þann 21. júlí næstkomandi. Margot Robbie fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem Greta Gerwig skrifaði og leikstýrði. Þá fara Ryan Gosling, Kate McKinnon, Will Ferrell, Emma Mackey, Simu Liu og fleiri með hlutverk í myndinni.
Kvikmyndaáhugafólk í Víetnam þarf þó að leita annarra leiða til að horfa á Barbie þar sem hún verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum þar í landi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Víetnam bannar kvikmyndir vegna landakorts sem sýnir yfirráð Kína á hafsvæðinu. Samkvæmt Reuters var DreamWorks teiknimyndin Abominable bönnuð þar árið 2019 og í fyrra var kvikmyndin Unchartered, með Tom Holland í aðalhlutverki, einnig bönnuð.