Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir moskítóflugna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. júlí 2023 07:46 Enn sem komið er moskító ekki mætt í Laugardalinn heldur eru þar allskonar aðrar flugur líkt og forarmýið sem hér er á mynd. „Moskítófluga“ sem fannst í Laugardal í Reykjavík reyndist ekki vera moskítófluga heldur forarmý. Skordýrafræðingur segir tegundina algenga um allt land. Moskító þurfi menn til að komast til landsins og þar eru Akureyri og Egilsstaðir vænlegri landnámskostir en Keflavík. „Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“ Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira
„Ekki er um moskító að ræða heldur tegund af forarmýsætt (Anisopodidae) sem ber heitið forarmý (Sylvicola fenestralis). Þetta er algengt um allt land og við verðum því að bíða aðeins lengur eftir moskítóflugum!“ skrifar Matthías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í svari við fyrirspurn Vísis. Íbúi í Reykjavík bað Matthías um álit á því hvort um væri að ræða moskítóflugu. Íbúinn var þess fullviss um að hér væri á ferðinni moskítóflugur en líkt og flestir vita hefur flugnategundin aldrei lagt land undir fót hér á landi en er til staðar í nágrannalandinu Grænlandi. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, sagði í Bítinu á Bylgjunni í fyrra að það væri einungis tímaspursmál hvenær tegundin myndi berast til Íslands. Ýmsar kenningar eru uppi um það hvers vegna moskítóflugan hefur enn ekki borist hingað til lands og er ein sú að alþjóðaflugvöllurinn sé á Reykjanesi, á eina stóra landsvæði Íslands þar sem lítið sem ekkert sé um votlendi, sem er kjörlendi moskítóflugunnar. Muni líklega ekki berast hingað með vindum Matthías segir kjörlendi moskítóflugunnar vera votlendi í mjög víðum skilningi. Allar tegundir moskítóflugna þurfi vatn svo eggin klekist út, þar þroskast lirfur og púpa sig en þær þurfi ekki endilega mikið vatn. „Uppeldisstöðvar geta allt eins verið ílát eða dekk sem safna rigningarvatni. Sumar tegundir verpa eggjum í hola trjáboli sem safna vatni og sumar kjósa ísalt vatn svo dæmi séu tekin. Hvar þær verpa eggjum sínum fer eftir tegundum,“ skrifar Matthías. Matthías Svavar að störfum fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands.Erling Ólafsson Hann segir moskítóflugur ekki fljúga hátt upp frá jörðu og því sé ólíklegt að þær geti borist til landsins með vindum. Væri það möguleiki væru þær líklega þegar búnar að nema land. Þær þurfi því að stóla á manninn til að komast hingað. „Þær geta borist með flugvélum til landsins. Það hjálpar vissulega til að alþjóðaflugvöllurinn okkar er á stað þar sem aðstæður eru ekki góðar fyrir moskótóflugur. Spurning hvort að millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða sé ekki vænlegri kostur. Þær gætu líka borist til landsins með skipum til dæmis í gámum eða fylgt farartækjum ferðamanna.“
Skordýr Akureyri Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Sjá meira