Southampton sannfærðir um að geta fengið 50 milljónir fyrir Lavia Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 10:15 Romeo Lavia fagnar marki með Southampton. Vísir/EPA Miðjumaðurinn Romeo Lavia hefur verið eftirsóttur hjá stórliðum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu vikum. Southampton eru bjartsýnir á að geta fengið 50 milljónir punda fyrir Belgann unga. Lavia hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðustu vikum en hann kom til Southampton frá Manchester City fyrir aðeins ári síðan sem þá borgaði 10,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Talið er að Arsenal og Liverpool séu treg til að punga út þeim 50 milljónum punda sem Southampton vill fá en athygli Lundúnafélagsins síðustu vikurnar hefur öll verið á Declan Rice. Nú, þegar félagaskipti Rice eru svo gott sem í höfn, gæti einbeitingin hins vegar færst yfir á Lavia en Liverpool er einnig áhugasamt og lítur á Lavia sem framtíðarkost aftarlega á miðjunni. Stefna Liverpool í félagaskiptum sumarsins hefur verið sú að finna rétta leikmenn á réttu verði og fara ekki í stríð við önnur félög sem gætu dregist á langinn. Þá hefur einnig verið skrifað að Liverpool þurfi að losa sig við miðjumann áður en Lavia yrði keyptur og þykir hinn símeiddi Thiago þá vera líklegastur til að hverfa á braut. Hvað gerir City? Á sama tíma er Chelsea að vinna í því að kaupa Moises Caicedo frá Brighton en áhugi þeirra á Lavia er enn til staðar jafnvel þó Mauricio Pochettino þurfi að minnka leikmannahóp sinn enn frekar áður en tímabilið hefst. Forráðamenn Southampton ætla sér ekki að selja Lavia ódýrt og eru á þeirri skoðun að hann gæti orðið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á næstu árum. Ef Lavia verður seldur þá fær Manchester City 20% af kaupverðinu en um það var samið þegar Southampton keypti hann af City á síðasta ári. Þá hefur verið greint frá því að berist tilboð í Lavia þá fái City alltaf tækifæri á að jafna þau og þá er einnig klásúla í samningi félaganna að City geti keypt hann til baka en hún tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi málsins og það gæti vel farið svo að stórliðin þrjú berjist um þjónustu Romeo Lavia sem hefur leikið einn landsleik fyrir belgíska landsliðið. Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Lavia hefur verið orðaður við Liverpool, Chelsea og Arsenal á síðustu vikum en hann kom til Southampton frá Manchester City fyrir aðeins ári síðan sem þá borgaði 10,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Talið er að Arsenal og Liverpool séu treg til að punga út þeim 50 milljónum punda sem Southampton vill fá en athygli Lundúnafélagsins síðustu vikurnar hefur öll verið á Declan Rice. Nú, þegar félagaskipti Rice eru svo gott sem í höfn, gæti einbeitingin hins vegar færst yfir á Lavia en Liverpool er einnig áhugasamt og lítur á Lavia sem framtíðarkost aftarlega á miðjunni. Stefna Liverpool í félagaskiptum sumarsins hefur verið sú að finna rétta leikmenn á réttu verði og fara ekki í stríð við önnur félög sem gætu dregist á langinn. Þá hefur einnig verið skrifað að Liverpool þurfi að losa sig við miðjumann áður en Lavia yrði keyptur og þykir hinn símeiddi Thiago þá vera líklegastur til að hverfa á braut. Hvað gerir City? Á sama tíma er Chelsea að vinna í því að kaupa Moises Caicedo frá Brighton en áhugi þeirra á Lavia er enn til staðar jafnvel þó Mauricio Pochettino þurfi að minnka leikmannahóp sinn enn frekar áður en tímabilið hefst. Forráðamenn Southampton ætla sér ekki að selja Lavia ódýrt og eru á þeirri skoðun að hann gæti orðið einn besti varnarsinnaði miðjumaður í heimi á næstu árum. Ef Lavia verður seldur þá fær Manchester City 20% af kaupverðinu en um það var samið þegar Southampton keypti hann af City á síðasta ári. Þá hefur verið greint frá því að berist tilboð í Lavia þá fái City alltaf tækifæri á að jafna þau og þá er einnig klásúla í samningi félaganna að City geti keypt hann til baka en hún tekur ekki gildi fyrr en á næsta ári. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framgangi málsins og það gæti vel farið svo að stórliðin þrjú berjist um þjónustu Romeo Lavia sem hefur leikið einn landsleik fyrir belgíska landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira