Nokkuð kröftugir skjálftar og verið að skoða tvo möguleika Máni Snær Þorláksson skrifar 9. júlí 2023 12:14 Ennþá er ekkert eldgos hafið en nokkuð kröftugir skjálftar mældust í morgun á Reykjanesinu. Vísir/Vilhelm Nokkuð kröftugir skjálftar mældust í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að verið sé að velta upp tveimur möguleikum í stöðunni. Þá er varað við grjóthruni á skjálftasvæðinu. Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Áfram heldur suðvesturhornið að titra án þess að eldgos komi. Í nótt og í morgun hefur skjálfavirknin verið nokkuð mikil en alls hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð síðan á miðnætti. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að þar sé nú verið að skoða tvo möguleika í stöðunni. „Staðan er þannig að það komu nokkuð kröftugir skjálftar í nótt og í morgun. Þetta eru í rauninni tveir möguleikar sem við erum að velta okkur upp úr. Annars vegar að þetta sé gikkverkun á mjög nálægum sprungum á svæðinu eða þá að það sé fyrirstaða að kvikan komist ofar og hún sé mögulega að reyna brjóta sér leið lengra til norðausturs. Það svona eru tveir möguleikar sem við erum að skoða.“ Nú sé verið að skoða gögn, bíða eftir GPS hnitum og meta skjálftastöðuna. „Það er erfitt að segja til um hvað verður í rauninni þannig við bara fylgjumst vel með gangi mála.“ Þá segir hún að það sé erfitt að segja til um það hvers vegna eldgos sé ekki ennþá hafið. „Maður reynir að setja jörðina í svona reglur en hún hegðar sér náttúrulega alls konar. Það virðist vera einhver fyrirstaða að hún nái upp á yfirborð þannig það er bara spurning hvort henni tekst það eða ekki. Þannig við fylgjumst með,“ Vara við grjóthrunshættu Síðan skjálftahrinan hófst síðastliðinn þriðjudag hefur fólk beðið eftir því að eldgos hefjist. Nokkuð hefur verið um mannaferðir á skjálftasvæðinu en einhver hætta er á grjóthruni þar vegna skjálftanna. „Það eru ennþá stórir skjálftar að mælast þannig við vörum við grjóthrunshættu í bröttum hlíðum,“ segir Lovísa. Grjót hrundi einmitt á svæðinu í gær. Ragnheiður Ragnarsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, tók eftir því að grjót hrundi á veg í nágrenni við Kleifarvatn. Ragnheiður var stödd ásamt eiginmanni sínum við upptök jarðskjálftans sem var 4,5 að stærð þegar hann reið yfir. Hún og eiginmaður hennar sögðust aldrei hafa upplifað annað eins.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira