Juventus samþykkir árs bann frá Evrópukeppnum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 14:30 Juventus mun að öllum líkindum ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á næsta ári. Vísir/Getty Juventus og Knattspyrnusamband Evrópu UEFA eru við það að ná samkomulagi um refsingu ítalska félagsins vegna brota þess á fjárhagsreglum sambandsins. Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun. Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Bókhald ítalska stórliðsins Juventus hefur verið til rannsóknar síðustu mánuðina vegna gruns um að félagið hafi brotið fjárhagsreglur UEFA. Í nóvember sagði öll stjórn félagsins af sér vegna rannsóknarinnar og í janúar voru fimmtán stig dregin af félaginu í Serie A vegna þessara brota. Íþróttamálayfirvöld Ítalíu felldu þann dóm úr gildi og fyrirskipuðu ný réttarhöld og í maí var úrskurðað að stig skyldu dregin af Juventus á nýjan leik, í þetta skiptið tíu stig sem þýddi að liðið hafnaði í 7. sæti Serie A og náði þar með aðeins sæti í Sambandsdeild Evrópu. Refsingin er eins og áður segir tilkomin vegna fjárhagsbrota en félagið er grunað um að hafa falsað bókhald félagsins á árunum 2019-21 varðandi kaup og sölur á leikmönnum. Nú greinir ítalski miðillinn Corriero Dello Sport frá því að Juventus og UEFA séu búin að ná samkomulagi vegna málsins. Juventus fær árs bann frá Evrópukeppnum og mun því ekki taka þátt í Sambandsdeildinni á komandi tímabili. Samþykki Juventus að áfrýja ekki þessum úrskurði mun félagið geta unnið sér inn sæti í Evrópukeppni tímabilið 2024-25 sem væri mikilvægt fyrir félagið. Talið er að forráðamenn Juventus muni taka þessari niðurstöðu í stað þess að hætta á frekari refsingu áfrýi félagið til CAS, Alþjóða íþróttadómstólsins. Fiorentina mun taka sæti Juventus í Sambandsdeildinni verði þetta lendingin. Á morgun hefjast réttarhöld yfir Andrea Agnelli, fyrrverandi framkvæmdastjóra Juventus, vegna brota hans í starfi. Hann er grunaður um að hafa falsað skjöl um laun leikmanna sem og greiðslur til umboðsmanna. Aðrir fyrrum háttsettir menn hjá Juventus hafa náð samkomulagi við saksóknara vegna málsins, það hefur Agnelli hins vegar ekki gert og fer því fyrir rétt á morgun.
Ítalski boltinn UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira