Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2023 00:14 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar. Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Íbúar á Reykjanesskaga hafa verið beðnir um að loka gluggum vegna þessa en mun meira gasstreymi er frá þessu gosi samanborið við síðustu tvö gos á Reykjanesi. „Að sjálfsögðu erum við með áætlanir um slíkt og ég hugsa að íbúar á þessu svæði sem um ræðir átti sig á því. Bíðum og sjáum og hvernig þetta þróast,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. En eins og staðan er í dag þá er kannski ekki útlit fyrir að það þurfi að grípa í þær? „Nei, við skulum vona að við sleppum við það.“ Töluvert af fólki er við eldgosið þrátt fyrir tilmæli yfirvalda um að það skuli snúa heim. Útlit er fyrir stillt veður í kvöld og nótt sem leiðir til þess að gasið safnast upp og nær meiri styrk á gossvæðinu. „Við viljum að fólk átti sig á því að þetta er ekki gert af því okkur þykir það gaman, við viljum öll sjá eldgos, það er bara eins og það er,“ segir Hjördís og hvetur fólk aftur til þess að hlusta á jarðeðlisfræðinga og sérfræðinga Veðurstofunnar sem hafa varað mjög við veru fólks á svæðinu. Þegar aðstæður verða betri hyggjast almannavarnir upplýsa fólk strax um það og beina því um réttar leiðir að svæðinu líkt og gert var í síðustu tveimur gosum. Nokkuð var um fólk nálægt gosupptökunum fyrr í kvöldvísir/vilhelm Mikið gas flæðir úr sprungunni Greint hefur verið frá því að hraunflæðið frá þessu gosi sé margfalt meira á við þau eldgos en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að það hafi slegið vísindamenn hversu mikill gosmökkur komi frá sprungunni. Þar komi sennilega þrennt til: Kvikan sé sennilega að koma hraðar upp, sé gasríkari, og þá sé miklu meira efni að koma upp í þetta skipti. Hann bætti við að enginn ætti að vera núna á svæðinu án búnaðar sem verji fólk gegn gasinu. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni.Vísir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspár og vöktunar hjá Veðurstofunni, tók undir þetta á áðurnefndum upplýsingafundi og sagði mjög mikla gasmengun koma frá gosinu. Hæg breytileg átt sé á svæðinu og gasið að mestu leyti rekið til norðvesturs í dag en það lægi með kvöldinu sem þýði að það verði uppbygging á gasi á svæðinu með mjög mikið magn eldfjallagass á vissum stöðum. Þegar hafi verið mæld mjög há gildi sem bendi til þess að það sé óhollt loft á svæðinu, jafnvel talsvert frá reykmekkinum sem margir telji mögulega óhætt að vera. Svo sé þó ekki. Hún bætti við að veðrið á morgun væri svipað fram á annað kvöld en þá taki við ákveðnari norðanátt sem ætti að beina megninu af gasinu út á sjó. Verða því mikið betri aðstæður fyrir fólk hvað gasið varðar.
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Svona var upplýsingafundur vegna eldgossins við Litla-Hrút Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 22 í kvöld um stöðu eldgossins við Litla-Hrút. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað vegna eldgossins og búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst lífshættuleg. 10. júlí 2023 20:17