Hættulegur gróðureldareykur bætist við gasið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2023 15:17 Gunnar hvetur fólk til að fara varlega í kringum gosstöðvarnar. Hættan sé nú tvöföld. Mikill reykur frá gróðureldum bætist við gasmengunina í Litla Hrút. Loftgæðin í kringum gosstöðvarnar eru því mun verri en í eldgosunum í Fagradalsfjalli og Meradölum. Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur. Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira
Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir að gróðureldareykurinn í gosinu í Litla Hrút sé viðbót við gasmengunina. Kvikugösin séu mjög svipuð og í fyrri eldgosum á Reykjanesi en gróðureldareykurinn sé mjög óhollur. Strókurinn úr eldgjánni er mest megnis vatnsgufa sem myndar stórt ský yfir gosstöðvunum. Hin eitruðu kvikugös sem fylgja eru meðal annars brennisteinsdíoxíð, kolmónoxíð og koldíoxíð. Þetta eru gös sem eru ertandi fyrir augun. Fólki klæjar, hóstar og finnur fyrir óþægindum í hálsi. Í mjög miklu magni getur gasið verið skaðlegt fyrir lungun en að sögn Gunnars fer það eftir því hversu viðkvæmt fólk er. Til dæmis getur gasið aukið á astmasjúkdóma. „Við ráðleggjum fólki með undirliggjandi sjúkdóma í öndunarfærum að vera duglegt að nota lyfin sín og ekki hætta sér of nálægt þessu,“ segir Gunnar um kvikugasið. Vond áhrif á hraust fólk Gróðureldareykurinn, sem myndast við mosabruna, er mun verri. „Það er best fyrir alla að vera sem minnst í honum,“ segir Gunnar. „Fólk lýsir miklum sviða í augum og óþægindum í öndunarfærum. Það gildir líka um þá sem eru nokkuð hraustir. Sumir þurfa ekki að vera nema nokkrar mínútur í reyknum til að finna mikið fyrir honum.“ Við mikinn bruna getur súrefni hreinlega klárast á ákveðnum svæðum en Gunnar á ekki von á að það gerist við Litla Hrút. Reykurinn er engu að síður hættulegur. „Við þekkjum langtímaafleiðingarnar ekki vel og því hvetjum við fólk til að fara varlega,“ segir hann. Þynnist fljótt út Aðspurður um íbúa í nærliggjandi þéttbýlisstöðum segir Gunnar að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gróðureldareyknum. Sótagnirnar setjast á jörðina um leið og reykurinn er farinn og þetta þynnist fljótt út. Fyrst og fremst séu það ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum sem þurfa að hafa áhyggjur.
Eldgos og jarðhræringar Heilbrigðismál Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira