Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2023 15:51 Karl hefur dvalið í Úkraínu síðastliðinn hálfa mánuð ásamt Irynu, konunni sinni. Þau stefna á að dvelja þar í hálfan mánuð í viðbót. Karl Garðarsson Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira