Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 23:59 Grunaði raðmorðinginn Rex Heuermann hefur vegnað vel sem arkítekt í New York. Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Greint var frá því í gær að Heuermann, sem ákærður er fyrir að myrða þrjár konur, sé giftur íslenskri konu. Hann var handtekinn á föstudag eftir að DNA-sýni konunnar komu rannsakendum á sporið. Í umfjöllun New York Times um Rex Heuermann er honum lýst sem reynslumiklum arkítekt sem hafi vegnað vel í starfi og þekkt vel til bransans í New York borg. Verði hann sakfelldur, bætist Heuermann í hóp raðmorðingja í Bandaríkjunum sem lifðu tvöföldu lífi, og sem engan hefði grunað að væru hrottalegir morðingjar. Þar má nefna John Wayne Gacy, verktaka í Illinois og Richard Cottingham, sem var þekktur sem „aflimunar-morðinginn“ og virtist ósköp eðlilegur tölvunarfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í New Jersey. Saga Rex Heuermann virðist falla vel í þennan hóp. Í umfjöllun NY Times er haft eftir nánum samstarfsmanni Heuermann til þrjátíu ára, Steve Kramberg fasteignasala, að Heuermann væri virkilega góður samstarfsmaður. „Mjög vel að sér,“ segir Kramber. „Stór, klunnalegur maður, svolítið nördalegur, sem vann lengi og var til þjónustu reiðubúinn dag sem nótt“. Hann hafi jafnframt verið trúr konu sinni, hinni íslensku Ásu Ellerup, sem Kramberg segir að hafi átt við heilsuvandamál að stríða, og hlúð að aldraðri móður sinni. Óvinveittur og vandfýsinn Nágrannar þeirra Heuermann og Ásu lýsa honum ýmist sem venjulegum manni, sem ekkert hafi verið athugavert við, eða sem ógnvekjandi manni. Í umfjölluninni segir að Heuermann hafi sýnt ógnandi tilburði í garði sínum þar sem hann lék sér með öxi. Foreldrar hafi beint því til barna sinna að halda sig frá húsi hans. „Þegar maður gekk yfir götuna, var hann maður sem maður vildi ekki nálgast,“ er haft eftir einum nágrannanum. „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir annar inntur eftir viðbrögðum við því að nágranni þeirra sé grunaður raðmorðingi. „Það er einfaldlega vegna þess hversu ógnandi hann var.“ Fram kemur að Heuermann hafi verið látinn fara úr vinnu sem tengdist íbúðaruppbyggingu í Brooklyn, vegna hegðunar hans. „Hann var eiginlega óvinveittur öllum,“ er haft eftir samstarfsmanni Heuermann Kelly Parisi. „Hann var svo vandfýsinn að stjórnin rak hann á endanum.“ Heuermann er grunaður um að hafa myrt fjórar konur, hverra líkamsleifar fundust á Gilgo ströndinni á Long Island. Nánar er fjallað um rannsókn á meintum morðum Heuermann hér.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06