Einn stærsti hluthafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant

Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna.
Tengdar fréttir

Controlant í „stöðugum“ viðræðum við fjárfesta um möguleg kaup á stórum hlut
Viðræður standa stöðugt yfir við sum af stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims um möguleg kaup á ráðandi hlut í Controlant en íslenska hátæknifyrirtækið hefur engu að síður gefið út að það hyggist sækja sér aukið fé á komandi vikum til að brúa fjárþörf þess til skamms tíma. Í hópi stærri hluthafa Controlant gætir nokkurra efasemda um það verði gert með hlutafjárútboði en félagið, sem er í dag metið á nærri 100 milljarða, segist ekki vera búið að ákveða hvort það verði niðurstaðan eða sótt fjármagn með annars konar hætti.

Controlant fengið 24 milljarða greidda fyrirfram frá lyfjarisanum Pfizer
Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant, sem hefur gegnt lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir Pfizer, er með samkomulag við bandaríska lyfjarisann sem hefur tryggt félaginu verulegar fyrirfram innheimtar tekjur. Í árslok 2021 námu slíkar tekjur tengdar samningum við Pfizer um 174 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna, og koma þær að mestu inn í reksturinn á þessu ári og því næsta.