Sagði „Æi, fjandinn hafi það“ og skaut 95 ára konu með rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 11:03 Clare Nowland dó nokkrum dögum eftir atvikið. Saksóknarar í Ástralíu segja lögregluþjóna sem beittu rafbyssu gegn 95 ára gamalli konu með elliglöp hafa beitt óhóflega miklu valdi. Konan, sem hét Clare Nowland, féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði þegar hún var beitt rafbyssunni. Þá dó hún nokkrum dögum síðar. Þegar hún var skotin með rafbyssunni var Nowland sögð nálgast tvo lögregluþjóna hægt með göngugrind og með hníf í hendi. Lögregluþjónarnir munu hafa skipað henni fjórum sinnum að leggja frá sér hnífinn. „Æi, fjandinn hafi það,“ mun lögregluþjónninn Kristian White hafa sagt, rétt áður en hann skaut hana með rafbyssunni, samkvæmt frétt ástralska ríkisútvarpsins. Þá mun Nowland hafa staðið kyrr en með hnífinn í hendinni og á lofti. White hefur verið ákærður en hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi. Hann mun þurfa að mæta fyrir dómara í september. Lögregluþjónar voru kallaðir til að dvalarheimilinu þar sem Nowland bjó eftir að hún sást ganga um með tvo hnífa. Hún neitaði að leggja þá frá sér þegar starfsmenn dvalarheimilisins fóru fram á það. Seinna meir sást hún með hnífana inn í herbergi annars íbúa dvalarheimilisins. Starfsmenn náðu ekki í fjölskyldu hennar og hringdu þá eftir aðstoð. Þeir sögðust hafa viljað fá sjúkraflutningamenn til að deyfa hana. Þá reyndi hún að kasta einum hnífanna í starfsmann. Þegar lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn bar að garði, gekk Nowland í áttina að þeim „mjög hægt“, eins og segir í skýrslu saksóknara, og með hinn hnífinn í hendinni. Hún beindi hnífnum að hinum lögregluþjóninum og þá tók White upp rafbyssuna. Hann sagði Nowland að stoppa og leggja frá sér hnífinn en það gerði hún ekki. „Æi, fjandinn hafi það (na, bugger it),“ sagði White þá og skaut Nowland sem féll í gólfið. Fjölskylda Nowland segir innihald áðurnefndrar skýrslu saksóknara vera sjokkerandi og hafa þau beðið um næði á meðan þau melta þessar nýjustu vendingar. Ástralía Rafbyssur Tengdar fréttir Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Þegar hún var skotin með rafbyssunni var Nowland sögð nálgast tvo lögregluþjóna hægt með göngugrind og með hníf í hendi. Lögregluþjónarnir munu hafa skipað henni fjórum sinnum að leggja frá sér hnífinn. „Æi, fjandinn hafi það,“ mun lögregluþjónninn Kristian White hafa sagt, rétt áður en hann skaut hana með rafbyssunni, samkvæmt frétt ástralska ríkisútvarpsins. Þá mun Nowland hafa staðið kyrr en með hnífinn í hendinni og á lofti. White hefur verið ákærður en hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi. Hann mun þurfa að mæta fyrir dómara í september. Lögregluþjónar voru kallaðir til að dvalarheimilinu þar sem Nowland bjó eftir að hún sást ganga um með tvo hnífa. Hún neitaði að leggja þá frá sér þegar starfsmenn dvalarheimilisins fóru fram á það. Seinna meir sást hún með hnífana inn í herbergi annars íbúa dvalarheimilisins. Starfsmenn náðu ekki í fjölskyldu hennar og hringdu þá eftir aðstoð. Þeir sögðust hafa viljað fá sjúkraflutningamenn til að deyfa hana. Þá reyndi hún að kasta einum hnífanna í starfsmann. Þegar lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn bar að garði, gekk Nowland í áttina að þeim „mjög hægt“, eins og segir í skýrslu saksóknara, og með hinn hnífinn í hendinni. Hún beindi hnífnum að hinum lögregluþjóninum og þá tók White upp rafbyssuna. Hann sagði Nowland að stoppa og leggja frá sér hnífinn en það gerði hún ekki. „Æi, fjandinn hafi það (na, bugger it),“ sagði White þá og skaut Nowland sem féll í gólfið. Fjölskylda Nowland segir innihald áðurnefndrar skýrslu saksóknara vera sjokkerandi og hafa þau beðið um næði á meðan þau melta þessar nýjustu vendingar.
Ástralía Rafbyssur Tengdar fréttir Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01
Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37
Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03