Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2023 19:15 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira