Frægt var þegar Jill Scott lét Sydney Lohmann heyra það í úrslitaleik EM í fyrra þar sem England vann Þýskaland, 2-1.
Í hlaðvarpi sínu, Jill Scott's Coffee Club, sagðist hún ætla að fá sér tattú tengt atvikinu með Lohmann ef England stendur upp sem sigurvegari á HM.
„Ég veit ekki hvort ég ætti að gera þetta. Ég hef drukkið nokkra kaffibolla í dag. En þegar England vinnur HM læt ég flúra FOYFP á mig,“ sagði Scott.
FOYFP stendur fyrir Fuck off you fucking pussy sem var það sem Scott öskraði á Lohmann í úrslitaleik EM.
Vanalega blótar Scott ekki og hún hefur sagt að hún hafi skammast sín fyrir munnsöfnuðinn í úrslitaleiknum. Hún baðst síðan afsökunar á honum.
England sigraði Haítí, 1-0, í fyrsta leik sínum á HM.