Hinn 24 ára gamli Mbappé virðist ætla að einoka fyrirsagnirnar í sumar. Hann vill klára síðasta ár sitt hjá París Saint-Germain svo hann geti farið frítt næsta sumar. PSG vill hins vegar selja leikmanninn og hefur þegar samþykkt tilboð frá Sádi-Arabíu.
Nú greinir Sky Sports frá því að nokkur af stórliðum Evrópu hafi áhuga á að fá Mbappé í sínar raðir. Hvort þau hafi efni á honum eða hvort Mbappé hafi áhuga á að fara þangað er svo önnur spurning.
BREAKING: Chelsea, Manchester United, Tottenham, Inter Milan and Barcelona are all interested in signing Kylian Mbappé pic.twitter.com/g3BdJqsMW4
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 24, 2023
Simon Stone, blaðamaður hjá breska ríkisútvarpinu, greinir frá því að PSG sé tilbúið að lána leikmanninn út næstu leiktíð gegn því að félagið sem taki hann á láni borgi allan hluta launa hans sem og lánsgjald.
Stone segir að sama skapi að Man United sé hvorki með Mbappé né Harry Kane á óskalista sínum að svo stöddu.
Neither Kylian Mbappe nor Harry Kane is a target for @ManUtd this summer, am told. Club do not expect that to change.
— Simon Stone (@sistoney67) July 24, 2023
Mbappé var á sínum tíma við það að ganga í raðir Real Madríd á Spáni. Hann ákvað að halda kyrru fyrir í París en nú er talið næsta öruggt að hann semji við Real þegar samningur hans við PSG rennur út sumarið 2024.