Myrti ólétta kærustu sína Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 15:46 Hnefaleikakappinn Felix Verdejo Sánchez á vigtun í Madison Square Garden í New York árið 2016. Sánchez var í gær dæmdur fyrir að myrða ólétta kærustu sína. AP/Bebeto Matthews Hnefaleikakappinn Félix Verdejo Sánchez hefur verið dæmdur fyrir að fremja mannrán og myrða Keishla Rodríguez Ortiz, sem var ólétt þegar hún var myrt. Tæp tvö ár eru síðan lík Ortiz fannst í lóni í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“ Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Auk þess að hafa verið ákærður fyrir morðið á Ortiz og ófæddu barni hennar þá var Sánchez einnig ákærður fyrir mannrá, bílrán og vopnalagabrot. Samkvæmt People var Ortiz kærasta Sánchez. Foreldrar Ortiz segja í samtali við El Nuevo Día að hún og Sánchez hafi kynnst þegar þau voru í grunnskóla. Þau hafi haldið áfram samskiptum síðan þá. Ortiz var mikill dýravinur en hún vann við að snyrta gæludýr, sjálf átti hún tvo ketti og tvo hunda. Þegar hún var ekki í vinnunni var hún yfirleitt að hjálpa flækingsdýrum. Verdejo var sakaður um að hafa ráðið Luis Antonio Cádiz Martínez til að hjálpa sér. Martínez fór yfir það fyrir dómi hvernig hann og Sánchez skipulögðu morðið. Sjálfur játaði hann aðild sína að málinu á síðasta ári. Sánchez keppti fyrir hönd Puerto Rico á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hér sést hann keppa við Ahmed Mejri frá Túnis.Getty/Scott Heavey Daginn eftir að þeir skipulögðu morðið sóttu þeir Ortiz á heimili hennar. Martínez segir hana hafa komið í bílinn og sýnt Sánchez jákvætt óléttupróf. Þá hafi þeir gripið í hár hennar og kýlt hana í kjálkann. Sánchez á þá að hafa byrlað henni ólyfjan með sprautu. Síðar keyrðu þeir í sitthvorum bílnum að brú, festu þungan stein við hana og köstuðu henni fram af brúnni. Vill að morðingi dóttur sinnar lifi José Antonio Rodríguez, faðir Ortiz, ræddi við fjölmiðla fyrir utan dómssal eftir að Sánchez var dæmdur sekur. „Megi hann lifa út ævina og hugsa um allt sem hann gerði dóttur minni,“ sagði Rodríguez. Þá sagðist hann alls ekki óska þess að Sánchez deyi. „Ég óska þess að hann verði heill heilsu og að hann lifi eins lengi og hann getur. Ef hann vill lifa í tvö hundruð ár, leyfið honum það, en hann á að muna eftir því sem hann gerði dóttur minni, alltaf.“
Erlend sakamál Box Púertó Ríkó Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira