„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 14:37 Mávar eru ekki allra og eiga undir högg að sækja að sögn Jóhanns. Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland. Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa rætt aukinn ágang máva á hverfishópum á samfélagsmiðlinum Facebook. Meðal annars hafa íbúar rætt læti í mávum í vesturbæ Reykjavíkur og þá hefur verið athugað með hreiður á toppi fjölbýlishúsa í Sjálandshverfi í Garðabæ vegna fjölda máva. „Þetta er þessi árlega umræða,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, í samtali við Vísi. Mikil umræða átti sér stað um máva í mannabyggð í fyrra en Garðbæingar sögðust langþreyttir á ástandinu og veltu einhverjir því upp hvort mávar væru árasargjarnari en áður. Jóhann Óli segir síst meira um máva í mannabyggð nú en síðustu ár. Upp úr 2005 hafi sílarmávar í auknum mæli sótt í mannabyggð eftir að stofnar sandsílis hrundu en ástandið svo aftur skánað rúmum tíu árum síðar. „En þetta hefur alltaf verið reytingur af fuglum sem mætir í bæina. Sérstaklega á tímum sem þessum þegar ungarnir eru komnir, þá eru þeir meira áberandi. Þeir eru vitlausir, háværir, frekir og ekki búnir að læra á lífið.“ Frekar dapurt ástand hjá sjófuglum Jóhann Óli ræddi ástand sjófugla við fréttastofu fyrir tveimur árum síðan. Þá hvatti hann til þess að þeir væru friðaðir og sagði ástand þeirra dapurt, þeim hefði fækkað mikið vegna hlýnandi sjávarhita. „Þetta stefnir allt niður á við hjá mávum rétt eins og öðrum sjófuglum. Þetta er allt frekar dapurt. Það er þó mismunandi eftir því hvaða tegund er um að ræða en sex tegundir verpa hér á landi. Svartbaknum hefur fækkað. Sílarmávurinn virðist lafa og hettumávurinn er í sæmilegu standi.“ Jóhann Óli segir neikvæðri umræðu um máva reglulega skjóta upp kollinum og þá sérstaklega á þessum tíma árs. Mávar fari í taugarnar á fólki. „Við köllum þetta stundum tegundarasisma. Þetta eru meira og minna fordómar. Þeir fara í taugarnar á fólki en þetta er í flestum tilvikum indælir fuglar. Það er einn og einn erfiður, að næla sér jafnvel í unga og það fer enn meira í taugarnar á fólki.“ Ljóst sé að svöng dýr leiti sér að æti. Mávar geri þannig engan greinarmun á steik á grilli, brauði við tjörnina sem eigi að fara til anda, eða annars mat. „Þetta er árlegur söngur. Við þurfum alltaf að hafa eitthvað til að kvarta yfir. Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri, eða þá tófan,“ segir Jóhann á léttum nótum. Jóhann Óli hefur miklar áhyggjur af stöðu sjófugla við Ísland.
Fuglar Garðabær Reykjavík Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Fleiri fréttir Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Sjá meira