Bæði ríki græði á umdeildri Norðurljósarannsóknarmiðstöð Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 23:30 He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi. Vísir/Arnar Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf kína og Íslands á sviði jarðhita hafa borgað sig stórkostlega fyrir bæði lönd. Þá segir hann rannsóknarmiðstöð Norðurljósa sem reist var í Þingeyjarsýslu skila árangri til Íslendinga sem Kínverja. He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, bauð í dag íslenskum fjölmiðlum í hádegismat þar sem hann fór yfir samskipti Íslands og Kína það sem af er ári. Fjallaði hann meðal annars um verkefni sem kínversk stjórnvöld hafa unnið að á Íslandi og með Íslendingum. Þar á meðal er stórt jarðhitaverkefni sem hefur skilað því að 500 þúsund kínversk heimili eru hituð upp með jarðvarma. Sendiherrann segist eiga von á enn frekara samstarfi á því sviði. „Ég tel að í samstarfsverkefninu felist einnig rannsóknir á orkuvinnslugetu á sviði jarðhitamála, ekki bara til hitunar. Arctic Green er í viðræðum við kínverska aðila um málið,“ segir Rulong. Fjallað hefur verið um áhyggjur af því að rannsóknarmiðstöð Kínverja um norðurljós að Kárhóli í Þingeyjarsýslu sé mögulega nýtt til fjarskiptanjósna. Sendiherrann segir að það eigi ekki að hlusta á getgátur heldur að skoða í raun og veru hvað er í gangi. „Þetta er opinn vettvangur til alþjóðlegrar samvinnu um rannsóknir á lofthjúpnum og öll lönd heims munu njóta góðs af því. Fjölmiðlar hafa fjallað um ýmsar kenningar í þessu sambandi. Ég tel að við þurfum að skilja þetta mál frá sjónarhóli þjóðapólitísks ástands í heiminum í dag. Ég vil því ekki tjá mig sérstaklega um verkefnið. Verkefnið kemur bæði Kína og Íslandi ásamt öðrum ríkjum til góða,“ segir Rulong. Kína Utanríkismál Jarðhiti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, bauð í dag íslenskum fjölmiðlum í hádegismat þar sem hann fór yfir samskipti Íslands og Kína það sem af er ári. Fjallaði hann meðal annars um verkefni sem kínversk stjórnvöld hafa unnið að á Íslandi og með Íslendingum. Þar á meðal er stórt jarðhitaverkefni sem hefur skilað því að 500 þúsund kínversk heimili eru hituð upp með jarðvarma. Sendiherrann segist eiga von á enn frekara samstarfi á því sviði. „Ég tel að í samstarfsverkefninu felist einnig rannsóknir á orkuvinnslugetu á sviði jarðhitamála, ekki bara til hitunar. Arctic Green er í viðræðum við kínverska aðila um málið,“ segir Rulong. Fjallað hefur verið um áhyggjur af því að rannsóknarmiðstöð Kínverja um norðurljós að Kárhóli í Þingeyjarsýslu sé mögulega nýtt til fjarskiptanjósna. Sendiherrann segir að það eigi ekki að hlusta á getgátur heldur að skoða í raun og veru hvað er í gangi. „Þetta er opinn vettvangur til alþjóðlegrar samvinnu um rannsóknir á lofthjúpnum og öll lönd heims munu njóta góðs af því. Fjölmiðlar hafa fjallað um ýmsar kenningar í þessu sambandi. Ég tel að við þurfum að skilja þetta mál frá sjónarhóli þjóðapólitísks ástands í heiminum í dag. Ég vil því ekki tjá mig sérstaklega um verkefnið. Verkefnið kemur bæði Kína og Íslandi ásamt öðrum ríkjum til góða,“ segir Rulong.
Kína Utanríkismál Jarðhiti Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira