Hópsöfnun fyrir HM en eru nú komnar í 16-liða úrslit Sindri Sverrisson skrifar 2. ágúst 2023 12:16 Deneisha Blackwood og Vyan Sampson fögnuðu innilega þegar Jamaíka komst í 16-liða úrslit í dag. Getty/Robert Cianflone Jamaíka gerði sér lítið fyrir og sló út Brasilíu á HM kvenna í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð F-riðils. Stigið dugði Jamaíku til að fylgja Frakklandi sem vann riðilinn með 6-3 sigri á Panama. Jamaíka er því komin í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn í sögunni, rétt eins og Suður-Afríka fyrr í dag, en þetta er í annað sinn sem Jamaíka er með. Jamaíska liðið hefur enda þurft að berjast fyrir tilveru sinni, því að jamaíska knattspyrnusambandið ákvað að leggja það niður árið 2008, og reyndar aftur árið 2016, en liðið komst svo á HM 2019 og varð þá fyrsta kvennaliðið frá Karabíahafi til að ná því. Á meðal helstu baráttumanna fyrir kvennaliði Jamaíku hefur verið Cedella Marley, dóttir Bobs Marley, og sjóður sem hún kom á fót hefur samkvæmt grein ESPN fjármagnað æfingabúðir liðsins í aðdraganda HM. Móðir eins leikmanns í liðinu, Havönu Solaun, setti líka af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðu og þannig söfnuðust nokkrar milljónir til að hjálpa liðinu. HISTORY FOR JAMAICA!!!THE REGGAE GIRLZ ADVANCE TO THE ROUND 16 FOR THE FIRST TIME EVER pic.twitter.com/d72zCCD6QQ— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2023 Jamaíka hefur því þurft að berjast fyrir árangri sínum innan sem utan vallar en liðið er nú komið í 16-liða úrslit eins og fyrr segir, eftir að hafa skorað aðeins eitt mark á mótinu til þessa en ekki fengið eitt einasta á sig. Marta og stöllur hennar í brasilíska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Það ræðst á morgun hverjir andstæðingarnir í 16-liða úrslitunum verða en Jamaíka mætir sigurliði H-riðils, og Frakkar mæta liðinu úr 2. sæti. Í H-riðli er Kólumbía á toppnum með 6 stig en Marokkó og Þýskaland með 3 stig og Suður-Kórea án stiga, fyrir leikina á morgun þegar Suður-Kórea mætir Þýskalandi en Marokkó mætir Kólumbíu. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Jamaíka er því komin í útsláttarkeppni HM í fyrsta sinn í sögunni, rétt eins og Suður-Afríka fyrr í dag, en þetta er í annað sinn sem Jamaíka er með. Jamaíska liðið hefur enda þurft að berjast fyrir tilveru sinni, því að jamaíska knattspyrnusambandið ákvað að leggja það niður árið 2008, og reyndar aftur árið 2016, en liðið komst svo á HM 2019 og varð þá fyrsta kvennaliðið frá Karabíahafi til að ná því. Á meðal helstu baráttumanna fyrir kvennaliði Jamaíku hefur verið Cedella Marley, dóttir Bobs Marley, og sjóður sem hún kom á fót hefur samkvæmt grein ESPN fjármagnað æfingabúðir liðsins í aðdraganda HM. Móðir eins leikmanns í liðinu, Havönu Solaun, setti líka af stað söfnun á hópfjármögnunarsíðu og þannig söfnuðust nokkrar milljónir til að hjálpa liðinu. HISTORY FOR JAMAICA!!!THE REGGAE GIRLZ ADVANCE TO THE ROUND 16 FOR THE FIRST TIME EVER pic.twitter.com/d72zCCD6QQ— ESPN FC (@ESPNFC) August 2, 2023 Jamaíka hefur því þurft að berjast fyrir árangri sínum innan sem utan vallar en liðið er nú komið í 16-liða úrslit eins og fyrr segir, eftir að hafa skorað aðeins eitt mark á mótinu til þessa en ekki fengið eitt einasta á sig. Marta og stöllur hennar í brasilíska landsliðinu sitja hins vegar eftir með sárt ennið. Það ræðst á morgun hverjir andstæðingarnir í 16-liða úrslitunum verða en Jamaíka mætir sigurliði H-riðils, og Frakkar mæta liðinu úr 2. sæti. Í H-riðli er Kólumbía á toppnum með 6 stig en Marokkó og Þýskaland með 3 stig og Suður-Kórea án stiga, fyrir leikina á morgun þegar Suður-Kórea mætir Þýskalandi en Marokkó mætir Kólumbíu.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira