Segir hugmyndir Google aðför að höfundaréttinum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2023 08:18 Sérfræðingar segja Google vilja setja fordæmi fyrir því að tæknifyrirtækjum sé heimilt að notfæra sér höfundaréttarvarið efni. Getty/Chesnot Forsvarsmenn Google hafa lagt til að breytingar verði gerðar á höfundaréttarlögum til að heimila fyrirtækjum að mata gervigreind á öllum texta sem fyrirfinnst á netinu. Ef útgefendur vilja ekki að efni þeirra sé notað verði það undir þeim komið að láta vita. Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum. Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Þetta kemur fram í gögnum sem Google hefur skilað inn til opinberrar nefndar í Ástralíu sem hefur til skoðunar regluverk um gervigreind. Sérfræðingar segja hugmyndir fyrirtækisins kollvarpa hugmyndum manna um höfundaréttinn. Google er sagt hafa kallað eftir því að regluverkið geri ráð fyrir viðeigandi og sanngjarnri notkun höfundaréttarvarins efnis til að þjálfa gervigreind. Þá myndi regluverkið fela í sér að útgefendur og aðrir gætu látið vita ef þeir vildu ekki að efni í þeirra eigu væri notað í þessum tilgangi. Talsmaður Google segir kerfið mögulega myndu byggja á sama grunni og úrræði sem gerir útgefendum kleift að koma í veg fyrir að leitarvélar skili niðurstöðum um ákveðna hluta vefsíða þeirra. Guardian hefur eftir Kayleen Manwaring hjá University of New South Wales að ef tillögur Google næðu fram að ganga væri verið að varpa öllum hugmyndum um höfundaréttinn á koll. Um sé að ræða flókið úrlausnarefni; mata þurfi gervigreindina á gríðarlegu magni gagna til að gera hana gagnlega og það feli í sér að sækja í texta annarra, sem sé höfundarréttarbrot. „Ef þú vilt endurnýta eitthvað í eigu höfundarétthafa þarftu að afla samþykkis þeirra, þeir þurfa ekki að sækja um undanþágu til að framfylgja réttinum. Það sem [Google] er að leggja til er algjör endurhugsun á því hvernig undanþágur virka,“ segir Manwaring. Hún segir aðgerðaleysi munu verða til þess að grafa undan höfundaréttinum og ekki síst hagsmunum þeirra sem minna mega sín. Stórfyrirtæki muni leita réttar síns en líklega sé þegar verið að brjóta gegn höfundarétti fjölda minni aðila og einstaklinga. Meðal þess efnis sem er undir eru fréttir fjölmiðla en fjölmiðlasamsteypan News Copr hefur þegar hafið viðræður við þróendur gervigreindar um greiðslur fyrir notkun á fréttum.
Gervigreind Vísindi Tækni Google Ástralía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira