Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 12. ágúst 2023 21:15 Gleðigangan var gengin í góðu veðri í dag. Stöð 2 Landsmenn voru í sólskinsskapi í miðborg Reykjavíkur í dag þegar Hinsegin dagar náðu hápunkti með árlegri gleðigöngu. Samhljómur var í fólki um mikilvægi hátíðarinnar og áherslumál þessa árs, sem eru málefni trans fólks. „Þetta er náttúrlega bara fallegasti dagur sem við höfum fengið í langan tíma og sömuleiðis fallegasti fögnuður sem við eigum. Þið sjáið, það eru allir glaðir, allir hamingjusamir. Ég var að ganga í göngunni og hugsanirnar sem fara í gegnum hausinn á mér eru betri en margir margir sálfræðitímar,“ sagði Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi. „Við erum til“ Dan og Úlfur voru mætt til þess að fagna í dag.Stöð 2 „Við erum að fagna því að fá að vera opinberlega við sjálf og að geta eytt þessum tíma með community-inu okkar, sagði Dan Helgabur. Hán var ásamt Úlfi Sigurðarsyni mætt niður í bæ til þess að fagna fjölbreytileikanum. „Að vera opinberlega sýnileg og að sjá hversu margir eru að fagna okkur og fagna því að við erum hér, við erum sýnileg, við erum til og að berjast fyrir okkar réttindum,“ sagði Úlfur. Þörf áhersla á málefni trans fólks Gengið var fyrir ýmsa hópa innan hinsegin samfélagsins í dag, til að mynda eikynhneigða, intersex fólk, pankynhneigða og BDSM-hneigða en Eiríkur Ernir Þorsteinsson tilheyrði þeim hópi. „Ég hugsa að hápunkturinn fyrir mig, ég er að ganga fyrir BDSM á Íslandi í dag, að sjá öll glöðu andlitin sem fagna okkur þegar við erum að fagna okkur sjálfum,“ sagði Eiríkur. Sérstök áhersla var lögð á málstað trans fólks í ár og voru gestir sammála um að full þörf er á því. „Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á öll mannréttindi. Sérstaklega núna þegar það lítur út fyrir það að það sé einhver viðspyrna við því sem að hefur gengið vel“ sagði Gulla Bjarnadóttir, gestur í gleðigöngunni. Aðrir gestir göngunnar tóku í sama streng í samtali við fréttamann. Litadýrð í heimahúsi Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 var fréttakona stödd í hinsegin-gleðskap í tilefni dagsins, sem er sá allra skrautlegasti í bænum, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þau Sigsteinn Sigurbergsson, Thelma Hilmarsdóttir og Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir eru skipuleggjendur veislunnar. Aðspurður segir Sigsteinn Sigurbergsson að veislan verði árlegur viðburður héðan í frá „Við byrjuðum á þessu í fyrra. Þá byrjuðum við svona lítið. Ég á litla stúdíóíbúð, ef það eru tólf þá er fullt. Þannig að ég ákvað að framlengja hana með tjöldum, og ég gerði það og nú passa sextíu,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn, Thelma og Sigríður segjast ætla að skella í lás fyrir miðnætti í kvöld og fara á ball. Stöð 2 „Steini er náttúrlega bara stórtækasti maður lífs okkar. Hann gerði þetta einu sinni, hann vildi gera þetta meira og meira og í ár sagði hann, hey stelpur! við hittumst og málum vegginn í pride litunum,“ segir Thelma, aðspurð hvernig þau hafi farið að því að gera íbúðina svo skrautlega. „Við pöntuðum allt á netinu, við fórum á Instagram að safna. Það er ekkert sem Steini á ekki í pride-litunum nema klósettpappír. Við værum til í hann.“ Sigsteinn segir að að ýmislegt sé í bígerð, aðspurður hvort til standi að toppa veisluna á næsta ári. „Sigga er með hugmyndir, Thelma er með hugmyndir og ég er með hugmyndir. Og svo þurfum við að gera það jú.“ Mikið fjör var í veislunni þegar fréttamaður leit við.Stöð 2 Hann segir veisluna ekki eiga eftir standa yfir fram eftir nóttu. „Þetta verður til ellefu, tólf og svo ætlum við bara að skella okkur að ball, að sjálfsögðu,“ segir Sigsteinn. Rjómablíða í göngunni Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndband af stemningunni í miðborginni má sjá hér að neðan. Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Þetta er náttúrlega bara fallegasti dagur sem við höfum fengið í langan tíma og sömuleiðis fallegasti fögnuður sem við eigum. Þið sjáið, það eru allir glaðir, allir hamingjusamir. Ég var að ganga í göngunni og hugsanirnar sem fara í gegnum hausinn á mér eru betri en margir margir sálfræðitímar,“ sagði Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjórnandi. „Við erum til“ Dan og Úlfur voru mætt til þess að fagna í dag.Stöð 2 „Við erum að fagna því að fá að vera opinberlega við sjálf og að geta eytt þessum tíma með community-inu okkar, sagði Dan Helgabur. Hán var ásamt Úlfi Sigurðarsyni mætt niður í bæ til þess að fagna fjölbreytileikanum. „Að vera opinberlega sýnileg og að sjá hversu margir eru að fagna okkur og fagna því að við erum hér, við erum sýnileg, við erum til og að berjast fyrir okkar réttindum,“ sagði Úlfur. Þörf áhersla á málefni trans fólks Gengið var fyrir ýmsa hópa innan hinsegin samfélagsins í dag, til að mynda eikynhneigða, intersex fólk, pankynhneigða og BDSM-hneigða en Eiríkur Ernir Þorsteinsson tilheyrði þeim hópi. „Ég hugsa að hápunkturinn fyrir mig, ég er að ganga fyrir BDSM á Íslandi í dag, að sjá öll glöðu andlitin sem fagna okkur þegar við erum að fagna okkur sjálfum,“ sagði Eiríkur. Sérstök áhersla var lögð á málstað trans fólks í ár og voru gestir sammála um að full þörf er á því. „Ég held að það sé alltaf þörf á að minna á öll mannréttindi. Sérstaklega núna þegar það lítur út fyrir það að það sé einhver viðspyrna við því sem að hefur gengið vel“ sagði Gulla Bjarnadóttir, gestur í gleðigöngunni. Aðrir gestir göngunnar tóku í sama streng í samtali við fréttamann. Litadýrð í heimahúsi Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 var fréttakona stödd í hinsegin-gleðskap í tilefni dagsins, sem er sá allra skrautlegasti í bænum, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Þau Sigsteinn Sigurbergsson, Thelma Hilmarsdóttir og Sigríður Ásdís Guðmundsdóttir eru skipuleggjendur veislunnar. Aðspurður segir Sigsteinn Sigurbergsson að veislan verði árlegur viðburður héðan í frá „Við byrjuðum á þessu í fyrra. Þá byrjuðum við svona lítið. Ég á litla stúdíóíbúð, ef það eru tólf þá er fullt. Þannig að ég ákvað að framlengja hana með tjöldum, og ég gerði það og nú passa sextíu,“ segir Sigsteinn. Sigsteinn, Thelma og Sigríður segjast ætla að skella í lás fyrir miðnætti í kvöld og fara á ball. Stöð 2 „Steini er náttúrlega bara stórtækasti maður lífs okkar. Hann gerði þetta einu sinni, hann vildi gera þetta meira og meira og í ár sagði hann, hey stelpur! við hittumst og málum vegginn í pride litunum,“ segir Thelma, aðspurð hvernig þau hafi farið að því að gera íbúðina svo skrautlega. „Við pöntuðum allt á netinu, við fórum á Instagram að safna. Það er ekkert sem Steini á ekki í pride-litunum nema klósettpappír. Við værum til í hann.“ Sigsteinn segir að að ýmislegt sé í bígerð, aðspurður hvort til standi að toppa veisluna á næsta ári. „Sigga er með hugmyndir, Thelma er með hugmyndir og ég er með hugmyndir. Og svo þurfum við að gera það jú.“ Mikið fjör var í veislunni þegar fréttamaður leit við.Stöð 2 Hann segir veisluna ekki eiga eftir standa yfir fram eftir nóttu. „Þetta verður til ellefu, tólf og svo ætlum við bara að skella okkur að ball, að sjálfsögðu,“ segir Sigsteinn. Rjómablíða í göngunni Vel viðraði í borginni til gleðigöngunnar en gífurlega mikill fjöldi fólks gerði sér leið í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna fjölbreytileikanum. Myndband af stemningunni í miðborginni má sjá hér að neðan.
Hinsegin Málefni trans fólks Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira